Samfélagsmiðlar

Stefnir í að MAX flughermirinn verði nýttur allan sólarhringinn

Icelandair er eina evrópska flugfélagið sem á sinn eigin MAX flughermi. Útlit er fyrir að sá verði í fullnýttur þegar kyrrsetningu þotanna verður aflétt því fleiri flugfélög vilja fá afnot af honum fyrir bæði flugmenn sína og flugvirkja.

Hjá TRU Flight Training Iceland, dótturfélagi Icelandair Group, er ekki aðeins hermir fyrir Boeing MAX þotur heldur líka Boeing 757 og 767.

„Í dag eru fimm MAX flughermar í Evrópu og Icelandair er eina flugfélagið í álfunni sem á sinn eiginn. Til viðbótar rekur Boeing sjálft fjóra MAX herma í Evrópu, í Bretlandi og Tyrklandi. Í Bandaríkjunum eru til um tíu slíkir,“ segir Guðmundar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, sem rekur flugherma Icelandair í Hafnarfirði. En líkt og Túristi greindi frá í dag er útlit fyrir að þeir tiltölulega fáu MAX hermar, sem starfræktir eru í dag, verði þéttsetnir á næstu misserum.

Megin skýringin á því er sú að nú gerir Boeing kröfu um að allir þeir flugmenn sem fljúga eiga Boeing MAX þotum fari í sérstaka þjálfun í flughermi áður en þeir taka á loft á nýjan leik. Þessi stefnubreyting var kynnt af forstjóra Boeing í fyrradag en áður höfðu stjórnendur flugvélaframleiðandans gefið út að tölvunámskeið ætti að duga þegar kyrrsetningu þotanna lýkur. Ekki liggur þó fyrir hvenær það verður.

Aðspurður segir Guðmundur Örn að í kjölfar yfirlýsingar forstjóra Boeing hafi borist fyrirspurnir frá flugfélögum en áður hafi fleiri erlend félög sett sig í samband. „Sum þeirra hafa nú þegar gengið frá samningum og þjálfun er að hefjast á næstunni og þá aðallega hjá flugvirkjum sem vinna munu við MAX þoturnar. Þegar Boeing hefur uppfært hugbúnað MAX þotanna og flugmálayfirvöld samþykkt þær breytingar þá má búast við að flughermirinn verði í notkun allan sólarhringinn fyrir flugmenn Icelandair og erlendra flugfélaga,” segir Guðmundur Örn. Hann bætir því við að Icelandair hafi tryggt sér þá tíma sem flugmenn félagsins þurfa á að halda.

Og eftirspurnin eftir þjálfun flugmanna í MAX flughermum er greinilega mikil því samkvæmt frétt Financial Times þá eiga bandarísk flugfélög í vandræðum með að fá þá tíma sem þau þurfa.

Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …