Þorsteinn til Iceland Travel

Fyrrum sölustjóri Icelandair og WOW air er genginn til liðs við Iceland Travel.

Þorsteinn Guðjónsson er nýr forstöðumaður sölu hjá Iceland Travel. Myndir: Iceland.is og Iceland Travel

Þorsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu hjá Iceland Travel, einni umsvifamestu ferðaskrifstofu landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða.

Þorsteinn hefur víðtæka reynslu úr ferðageiranum. Hann var annar af stofnendum Sumarferða og síðar forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Því næst leiddi hann sölustarf Icelandair í Svíþjóð og síðar Vestur-Evrópu auk Norður-Ameríku. Nú síðast fór hann fyrir sölumálum WOW air.

Þorsteinn er með viðskiptafræðimenntun frá Auburn University í Bandaríkjunum og MBA frá sama skóla.

 

NÚ GETUR ÞÚ STUTT ÚTGÁFU TÚRISTA