Samfélagsmiðlar

Vonar að Arion losi sig við Heimsferðir sem fyrst

Forstjóri Úrval-Útsýn telur óeðlilegt að þurfa að keppa við banka í sölu á sólarlandaferðum. Hún er líka gagnrýnin á endurkomu Andra Más Ingólfssonar og vísar í lágt hlutafé í nýju ferðaskrifstofunni hans.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Heimsferðir, Vita og Úrval-Útsýn eru þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins en sú fyrstnefnda er, ásamt fimm öðrum norrænum ferðaskrifstofum, í eigu Arion banka. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar leysti bankinn til sín allar þær ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar, stofnanda Heimsferða.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist telja það óeðlilegt út frá samkeppnis sjónarmiðum að þurfa að keppa við banka. „Eins og þetta lítur út í dag er Arion banki að leigja flugvélar til að fljúga fólki í sólarlandaferðir,“ segir Þórunn og vísar til þess að nú hafa Heimsferðir gengið frá leigusamningi um afnot af flugvél ítalsks flugfélags í allt sumar. Samtals verða sæti fyrir um 34 þúsund manns, báðar leiðir. „Ég vona því að bankinn losi sig við Heimsferðir sem sem fyrst,“ segir Þórunn en hún vill ekki tjá sig um hvort Úrval-Útsýn hafi sýnt áhuga á kaupum á Heimsferðum.

Sem fyrr segir þá tók Arion yfir Heimsferðir í júní í fyrra en þá hafði Andri Már Ingólfssonar rekið fyrirtækið frá stofnun þess árið 1992. Andri Már hefur þó boðað endurkomu sína og er að setja á stofn nýja ferðaskrifstofu. „Mér finnst það með ólíkindum að Andri Már komi núna, korteri eftir að hafa misst ferðaskrifstofurnar til bankans, og ætli að hefja leik á ný eins og ekkert sé eðlilegra. Það er ekkert eðlilegt við það. Svo kemur Andri fram í fjölmiðlum og segir að hann sé fullfjármagnaður. Nýstofnaða fyrirtækið hans er með hlutafé upp á 500 þúsund krónur samkvæmt fyrirtækjaskrá,“ bendir Þórunn á máli sínu til stuðnings. „Þetta sýnir bara hvað þröskuldurinn er lágur í þessum rekstri og eitthvað bogið við kerfið.“

Í nýrri umfjöllun Túrista um ferðaskrifstofumarkaðinn var vísað til þess að þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins væru of litlar til að geta staðið sjálfar undir ferðum á eigin áfangastaði. Og það væri megin skýringin á því að farþegum Heimsferða, Vita og Úrval-Útsýn er oft flogið í sömu flugvélunum suður  á bóginn. Undir þetta tók Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, sem bauð upp á sólarlandaferðir héðan til Tyrklands fyrir nokkrum árum síðan.

Aðspurð um þetta atriði þá segist Þórunn geta geta tekið undir að þær stærstu séu of litlar að einhverju leyti. Hún fullyrðir þó að þau hjá Úrval-Útsýn gætu alltaf ákveðið að fara ein á einhvern ákveðinn áfangastað án þess að kaupa sæti af t.d. Icelandair eða Norwegian. „Það hefur einfaldlega verið nægt framboð að flugi til og frá landinu. Við erum alltaf að skoða nýja áfangastaði en við höfum þó ekki fundið nýjan góðan sem við teljum ákjósanlegan eins og árferðið er núna.“

Þórunn er aftur á móti ekki sammála því að Spánn sé erfiður og dýr markaður líkt og Yamanlar hélt fram. „Spánn ekki dýr markaður og við erum með mjög góða samninga á öllum okkar áfangastöðum þar í landi. Það er einnig mikill áhugi fyrir ferðalögum til Spánar sem skýrir meðal annars framboðið á flugi þangað.“

Þó Úrval-Útsýn setji stefnuna á nokkurn veginn sömu sólarstaði í sumar og undanfarin ár, að frátöldum ferðum til Madeira, þá er ferðaskrifstofan að feta sig inn á nýjar lendur. „Við erum að opna fyrstu raunverulegu netferðaskrifstofuna hér á landi þar sem hægt verður að bóka farmiða með öllum flugfélög. Tilgangurinn með þessari þjónustu er einfaldlega sá það bjóða fólki, sem vill ferðast á eigin vegum, að nýta sér kostina og öryggið sem fylgir því að versla við alíslenska ferðaskrifstofu eins og okkar. Í stað þess að þurfa að hringja í þjónustuver í fjarlægu landi ef eitthvað gerist eða jafnvel aldrei ná í neinn hjá þessu erlenda fyrirtæki sem ferðin var keypt af.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …