WOW á leið til Sikileyjar?

Michele Roosevelt Edwards, stjórnarformaður WOW air, sviptir mögulega hulunni af nýjum áfangastað félagsins í færslu á Linkedin.

Mynd: Sigurjón Ragnar / sr-photos.com

Eina flug­leiðin sem aðstand­endur endur­reisnar WOW air hafa vilja gefa upp er flug milli Íslands og Dulles flug­vallar við Washington, höfuð­borg Banda­ríkj­anna. Michele Roosevelt Edwards, forsprakki endur­reisn­ar­innar, hefur talað um að koma upp sérstökum WOW biðstofum í bæði Leifs­stöð og Dulles flug­stöð­inni.

Hvað sem þeim áformum líður þá er ljóst að í Washington borg er unnið að opnun sölu­skrif­stofu WOW sem jafn­framt mun hýsa kaffihús. Þar innan­dyra verður einnig verslun samkvæmt því sem fram kemur í nýrri færslu Edwards á samfé­lags­miðl­inum Linkedin. Þar segir hún frá opnun versl­un­ar­rýmis þar sem á boðstólum verður varn­ingur frá áfanga­stöðum WOW og tilgreinir hún þar Ísland og ítölsku eyjuna Sikiley.