Samfélagsmiðlar

Áfram mikið tap hjá Icelandair

Reksturinn batnaði á síðasta fjórðungi ársins hjá Icelandair en heildartapið jókst engu að síður. Skýringin liggur meðal annars í hinum kyrrsettu MAX þotum.

Hinar kyrrsettur MAX þotur Icelandairþ

Ekki sér fyrir endann á þeirri miklu ókyrrð sem ríkt hefur í íslenskum flugrekstri síðustu tvö ár eða svo. Það endurspeglast í uppgjöri sem Icelandair sendi frá sér nú í kvöld. Þar kemur fram að félagið tapaði 7,1 milljarði í fyrra. Það er aukning frá árinu 2018 þegar tapið nam 6,8 milljörðum kr. en félagið var rekið með hagnaði árin þar á undan. Jákvæðu fréttirnir fyrir hluthafa Icelandair eru þó að tapreksturinn á fjórða fjórðungi síðasta árs gekk betur en á sama tíma í fyrra og búist er við viðsnúningi í ár.

Skýringin á taprekstrinum árið 2018 var m.a. sögð hörð samkeppni, lág fargjöld og mikil hækkun eldsneytisverðs. Árið 2019 minnkaði samkeppnin verulega þegar horft er til flugs til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Icelandair hefur sótt fram á þeim markaði og flutti þannig fjórðungi fleiri ferðamenn til Íslands í fyrra. Aftur á móti fækkar tengifarþegum hratt en áfram er keppnin hörð um þá sem fljúga milli Norður-Ameríku og Evrópu þó hún hafi tekið breytingum. Þannig hafa meðalfargjöld Norwegian, sem hefur leitt fargjaldalækkunina í flugi yfir N-Atlantshaf, farið hækkandi síðustu mánuði.

Helsta skýringin á því að Icelandair náði ekki vopnum sínum á ný eftir fall WOW liggur væntanlega í MAX þotunum. Þær voru kyrrsettar um miðjan mars eftir tvö mannskæð flugslys en rekstur WOW stöðvaðist svo hálfum mánuði síðar.

„Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu. Árið í heild var krefjandi þar sem kyrrsetning MAX véla hafði fordæmalaus áhrif á rekstur Icelandair með töpuðum tekjum, auknum kostnaði og takmörkunum í nýtingu áhafna og flota félagsins. Með áherslu á aukna arðsemi leiðakerfisins og hagræðingu í rekstri náðist töluverður bati í undirliggjandi rekstri,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.

„Ég tel að með skýrri stefnu, sveigjanlegu leiðakerfi, sterkri fjárhagsstöðu og framúrskarandi starfsfólki, munum við ná markmiðum okkar um bætta arðsemi félagsins á árinu 2020 og styrkja þannig undirstöður félagsins enn frekar fyrir sjálfbæran og arðbæran vöxt til framtíðar,“ segir Bogi Nils.

Líkt og áður hefur komið fram voru bætur frá Boeing vegna MAX þotanna færðar sem tekjur og til lækkunar á kostnaði. Ekki liggur fyrir hversu há bótaupphæðin var og þar með er ómögulegt að reikna út hvernig farþegatekjur Icelandair hafa þróast.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …