Ekkert verður af Kína­fluginu

Forsvarsfólk Juneyao Airlines hefur ákveðið að fella niður allt tengiflug frá Helsinki í ár. Þar með munu breiðþotur félagsins ekki fljúga til Íslands.

Mynd: Juneyao Airlines

Þriðju­daginn 31. mars næst­kom­andi var von á Boeing Dreaml­iner þotu kínverska flug­fé­lagsins Juneyao til Kefla­vík­ur­flug­vallar. Í fram­haldinu var svo ætlunin að félagið myndi fljúga hingað tvisvar í viku fram í lok október frá Sjanghæ með viðkomu í Hels­inki.

Jómfrú­ar­ferð Juneyao Airlines til Íslands var svo seinkað fram í lok apríl og í gær greindi Túristi frá því að búið væri að loka fyrir pant­anir í þær tuttugu og þrjár brott­farir sem ennþá voru á áætlun.

Núna liggur aftur á móti fyrir að sala í þær hefst ekki á ný. Forráða­menn Juneyao Airlines hafa nefni­lega fellt niður allar ferðir félagsins í ár til Kefla­vík­ur­flug­vallar samkvæmt heim­ildum Túrista. Sömu sögu er að segja um áform um áætl­un­ar­ferðir til Dublin og Manchester. Það er útbreiðsla Covid-19 kóróna­veirunnar sem er megin skýr­ingin á þessari breyttu áætlun.

Ef af Íslands­flugi Juneyao hefði orðið þá hefði félagið haft á boðstólum í ár rétt um tuttugu þúsund sæti í flugi til Kefla­vík­ur­flug­vallar. Til saman­burðar komu hingað 99 þúsund kínverskir ferða­menn í fyrra.