Enn eitt evrópska flugfélagið í þrot

Eigendur næst stærsta flugfélags Ítalíu ákváðu í dag að segja staðar numið. Þar með bætist félagið í hóp þeirra evrópsku flugfélaga sem hafa hætt hafa rekstri síðustu misseri.

Boeing MAX þota Air Italy. Mynd: Air Italy

Flugrekstur á Ítalíu hefur ekki verið blómlegur um langt skeið, alla vega ekki í höndum heimamanna sjálfra. Ríkisflugfélagið Alitalia hefur barist í bökkum og ríkið þurft að skjóta stoðum undir félagið trekk í trekk. Í dag ákváðu svo hluthafar Air Italy að stöðva reksturinn en aðeins eru rúm tvö ár síðan Qatar Airways keypti 49 prósent hlut í þessu næst stærsta flugfélagi Ítalíu.

Tilraunir til að efla Air Italy hafa þó ekki skilað tilætluðum árangri þrátt fyrir erfiðleika Alitalia. Önnur evrópsk flugfélög hafa í staðinn komið sér vel fyrir á Ítalíu og bandarísk flugfélög sömuleiðis. Þar með þyngist róður ítölsku félaganna. Og ekki útséð með að Evrópusambandið muni fljótlega gera alvarlegar athugasemdir við ríkisstuðninginn sem Alitalia hefur fengið síðustu ár. Von er á úrskurði um það mál á næstu vikum.

Í flota eru Air Italy eru tólf þotur og þar af þrjár Boeing MAX en þær hafa verið kyrrsettar síðustu 11 mánuði.