Færri með Icelandair í janúar

Icelandair þurfti að aflýsa 130 brottförum vegna veðurs í síðasta mánuði. Áfram fjölgar þeim farþegum hratt sem fljúga með félaginu til Íslands en heildartalan fer niður á við.

Mynd: Icelandair

Það voru 210 þúsund farþegar sem flugu með Icelandair í janúar. Þetta er sjö prósent samdráttur frá sama tíma í fyrra og megin skýringin á þróuninni liggur í breyttum áherslum hjá stjórnendum Icelandair. Í stað þess að gera að mestu út á tengifarþega þá er fókusinn núna á erlenda ferðamenn á leið til Íslands.

Sá hópur farþega stækkaði líka umtalsvert í janúar eða um 17 prósent og fór upp í nærri 103 farþega. Á sama tíma fækkaði tengifarþegum um 35 prósent en 11 prósent fleiri hófu ferðalagið á Íslandi. H

„Á árinu 2020 verður áhersla okkar áfram á ferðamannamarkaðinn á Íslandi. Í takt við það fluttum við 17% fleiri farþega til Íslands nú í janúar en á sama tíma í fyrra en á móti hefur tengifarþegum fækkað. Slæmt veður einkenndi janúarmánuð og þurftum við að aflýsa 130 brottförum vegna veðurs og töluvert var um seinkanir á flugi. Við höfum verið að takast á við raskanir af þessu tagi á skilvirkari hátt en áður, með fyrirbyggjandi aðgerðum, breyttum verkferlum og aukinni upplýsingagjöf til farþega. Með þessu hefur okkur tekist að lágmarka áhrif slíkra raskana á farþega og starfsemi okkar verulega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.

Sætanýting í millilandaflugi Icelandair var 73.2% í janúar samanborið við 71.9% á sama tíma í fyrra. Sem fyrr segir ekkert um þróun fargjald í tilkynningum Icelandair en líkt og Túristi greindi frá í morgun á hækkaði meðalfargjaldið hjá Norwegian umtalsvert í janúar.