Hefja sölu á vetrarferðum til Alicante og Barcelona

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun fljúga tvisvar í viku til spænsku borganna tveggja.

Frá Alicante MYND: CALE WEAVE / UNSPLASH

Ekkert flugfélag er í dag eins stórtækt og Norwegian þegar kemur að áætlunarflugi milli Íslands og Spánar. Þetta norska lággjaldaflugfélag lagði þó niður ferðirnar hingað frá Madríd í ársbyrjun og næsta vetur fækkar ferðunum til Alicante og Barcelona um eina í viku frá núverandi vetraráætlun.

Þar með munu þotur Norwegian fljúga hingað frá báðum borgum tvisvar í viku en sala á farmiðum til borganna tveggja næsta vetur er nýhafin. Þeir ódýrustu til Barcelona eru á um 15 þúsund krónur en eru á tæpar 17 þúsund kr. ef fljúga á til Alicante. Hafa ber í huga að handfarangurs reglunum var nýverið breytt hjá norska flugfélaginu og nú þarf að borga sérstaklega undir farangur sem ekki kemst undir sætin.

Komandi sumaráætlun Norwegian gerir svo ráð fyrir fjórum ferðum vikum milli Keflavíkurflugvallar og Alicante og þremur til Barcelona. Auk þess munu þotur Icelandair og Vueling fljúga héðan til Katalóníu og til Alicante bjóða ferðaskrifstofurnar Heimsferðir, Úrval-Útsýn og Vita eru með á boðstólum flugsæti til Alicante í samkeppni við Norwegian.

Ennþá hefur norska félagið þó ekki hafi sölu á ferðum héðan til Tenerife og Las Palmas næsta vetur. Túristi óskað eftir upplýsingum um hvort félagið ætli að halda þeim flugleiðum úti næsta vetur en í svari talsmanni félagsins segir að nánari upplýsingar verði veittar fljótlega.

Gera má ráð fyrir því að ef Norwegian tekur ekki upp þráðinn í Íslandsflugi frá Kanarí og Tenerife næsta vetur að þá muni stærstu ferðaskrifstofur landsins leita leiða til að fjölga ferðunum þangað. Ekkert hefur alla vega orðið af þeim áformum Icelandair að stórauka flug suður á bóginn. Félagið boðaði sókn á þeim markaði stuttu eftir fall WOW air en gera má ráð fyrir að kyrrsetning MAX þotanna hafi kollvarpað þeim plönum.

Auglýsing: FINNA BÍLALEIGUBÍL Á SPÁNI