Íslenskar ferða­skrif­stofur aflýsa ferðum til Kína

Ekkert verður af Kínareisum þriggja íslenskra hópa nú um páskana.

Kínamúrinn. MYND: HANSON LU / UNSPLASH

Veru­lega hefur dregið úr flug­sam­göngum til og frá Kína síðustu vikur vegna kóróna­veirunnar sem rakin er til borg­ar­innar Wuhan. Til marks um það þá völdu stjórn­endur kínverska Juneyao Airlines að hætta við fyrstu ferðir flug­fé­lagsins til Íslands nú í lok vetrar. Og nú hefur forsvars­fólk Heims­ferða og Vita fellt niður ferðir sínar til Kína í apríl næst­kom­andi.

Hjá Heims­ferðum var um að ræða tvær reisur og voru fimmtíu manns búnir að taka frá sæti í þeim. Uppselt var í þá fyrri og var ætlunin að leggja í hann þann 3 apríl og koma heim tuttugu dögum síðar. Seinni ferðin var á dagskrá í fram­haldinu og ennþá voru laus pláss en fargjaldið var tæp hálf milljón króna.

Margrét Helga­dóttir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Heims­ferða, segir að farþegum hafi verið gefinn kostur á að fara í aðrar ferðir á vegum ferða­skrif­stof­unnar eða fá fulla endur­greiðslu. Hún bætir því við að stefnt er að sams­konar reisum til Kína á næsta ári.

Hjá Vita er einnig ætlunin að setja Kína­ferðir á dagskrá á ný þegar frá líður segir Þráinn Vigfússon, fram­kvæmda­stjóri. Hann segir að allir þeir sem áttu bókað í páska­ferð Vita til Kína í ár hafi fengið fulla endur­greiðslu en um var að ræða tveggja vikna ferð og var hún uppseld.