Óvissa með flug Juneayo Airlines frá Kefla­vík­ur­flug­velli

Búið er að loka fyrir pantanir í ferðir kínverska flugfélagsins til og frá Íslandi í ár.

Fyrsta ferð kínverska flug­fé­lagsins Juneyao Airlines til Íslands frá Sjanghæ, með viðkomu í Hels­inki, var upphaf­lega á dagskrá í lok mars. Jómfrú­ar­ferð­inni var svo seinkað fram í lok apríl vegna kóróna­veirunnar sem hefur lamað allar flug­sam­göngur til og frá Kína. Eftir þessar breyt­ingar var ráðgert að Dreaml­iner þotur Juneyao myndu fljúga hingað tuttugu og þrjár ferðir í ár

Núna er aftur á móti ekki lengur hægt að bóka flug í þessar ferðir á heima­síðu flug­fé­lagsins. Tals­maður þess stað­festir við Túrista að búið sé að loka fyrir bókanir en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvert fram­haldið verður. Það er því ekki útséð með að opnað verði fyrir pant­anir á ný.

Flugáætlun Juneyao gerði ráð fyrir samtals þrjátíu ferðum hingað til lands frá lokum mars og fram í október. Síðan var ferð­unum fækkað um sjö en eins og staðan er núna það er óljóst hvert fram­haldið verður. Samtals áttu um tuttugu þúsund sæti að vera í boði í Íslands­flugi Juneyao í ár.