Semja um greiðslu­dreif­ingu vegna hótel­við­skipta

Lokagreiðsla vegna sölu Icelandair hótelanna verður skipt í tvennt.

Svítan á Reykjavík Konsúlat hótelinu. Það hótel er eitt þeirra sem tilheyra Icelandair hótelunum. Mynd: Icelandair hótelin

Öll skil­yrði sem samið var um vegna sölu 75 prósent hlutar í Icelandair hótelana og tengdum fast­eignum til malasíska fyrir­tæk­isins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þetta kemur fram í kaup­hall­ar­til­kynn­ingu frá Icelandair Group í dag. Þar kemur einnig fram að  loka­greiðsla vegna viðskipt­anna verður ekki innt af hendi í einu lagi nú um mánað­ar­mótin eins og áður hafði verið gert ráð fyrir og Túristi greindi frá í dag.

Þess í stað greiðir kaup­andinn helm­inginn nú í lok febrúar og afganginn þann 31. maí. Vegna þessa hefur Berjaya samþykkt að greiða 6 prósent ársvexti af eftir­stöðvum kaup­verðs þann 28. febrúar nk. samkvæmt því sem segir í tilkynn­ingu.