Lúxus siglingar ársins komnar í sölu

Ferðaskrifstofan Vita býður upp á siglingar um heimsins höf og með í för eru íslenskir fararstjórar.

Mynd: Vita
Kynning

Lúxus siglingar á vegum VITA í haust eru komnar í sölu. Siglt er með skemmtiferðaskipum Celebrity Cruises og Royal Caribbean Cruise Lines.

Leiðir liggja um heimsins höf undir styrkri stjórn fararstjóra VITA, sem sigla ár hvert, ýmist til nýrra áfangastaða eða á kunnugar slóðir. Kynning á úrvalinu fer fram á sérstakri ferðakynningu 27.febrúar. Sá viðburður verður auglýstur þegar nær dregur en þangað til er hægt að skoða ferðirnar sem í boði eru á heimasíðu VITA.