Sjálfkjörið í stjórn Icelandair Group

Þau fimm sem sérstök tilnefningarnefnd gerði tillögu um verða sjálfkörin í næstu stjórn Icelandair samsteypunnar.

Mynd: Icelandair Group

Aðalfundur umsvifamesta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, Icelandair Group, fer fram á föstudaginn í næstu viku. Þar verður ný fimm manna stjórn kjörin og  verður hún skipuð þeim fimm einstaklingum sem sérstök tilnefninganefnd hafði gert tillögu um. Þetta liggur fyrir eftir að framboðsfrestur til stjórnar rann út. Engin önnur framboð bárust samkvæmt tilkynningu Icelandair Group til kauphallar.

Í nýju stjórninni taka sæti þau John F. Thomas og Nina Jonsson sem leysa af hólmi Ómar Benediktsson og Heiðrúnu Jónsdótt­ur. Úlfar Steindórsson, Svafa Grönfeldt og Guðmundur Hafsteinsson sitja áfram.