Skarðið sem WOW skyldi eftir sig fyllt að litlu leyti

Síðustu sumarvertíð WOW air flugu þotur félagsins til þrjátíu og fjögurra erlendra flugvalla. Komandi sumaráætlun Keflavíkurflugvallar gerir aftur á móti ráð fyrir engum eða færri ferðum til tuttugu og sjö þessara staða.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Stjórn­endur Icelandair og WOW air ætluðu sér stóra hluti árið 2018 og samkeppnin þeirra á milli jókst veru­lega þegar leið á árið. Þar vó þungt ákvörðun Icelandair um að elta helsta keppi­naut sinn til Dublin, Berlínar, Baltimore og San Francisco. Síðan fóru bæði félög af stað með áætl­un­ar­flug til Dallas og Cleve­land og héldu sitt í hvoru lagi til nokk­urra borga í viðbót.

Þegar þarna var komið við sögu hafði WOW air aftur á móti ekki ennþá gefið út upplýs­ingar um taprekstur ársins 2017 og síðar kom í ljós að flug­fé­lagið hafði ekki staðið skil á flug­vall­ar­gjöldum til Isavia svo mánuðum skipti. Hjá Icelandair var rekst­urinn einnig á niður­leið og sagði forstjóri félagsins, Björgólfur Jóhannsson, starfi sínu lausu í ágúst 2018. Í fram­haldinu hófst svo umtalað skulda­bréfa­útboð WOW air. Bæði félög voru rekin með miklu tapi þetta örlaga­ríka ár og ennþá er rekstur Icelandair í mínus.

Þessi harða samkeppni íslensku félag­anna fyrir tveimur árum síðan kom þó íslenskum og erlendum farþegum til góða. Aldrei hafa jafn margir Íslend­ingar haldið út í heim og árið 2018 og þá komu hingað miklu fleiri ferða­menn en áður. Þessi met verða ólík­lega bætt í bráð og alveg örugg­lega ekki nú í sumar. Framboð á flug­sætum er einfald­lega ekki það mikið eins og sést til að mynda á því hversu stórt skarð WOW air skyldi eftir sig.

Sumarið 2018 flugu þotur WOW þannig reglu­lega til þrjátíu og fjög­urra erlendra flug­valla og þar af var félag eitt um ferð­irnar til níu áfanga­staða samkvæmt taln­ingum Túrista. Dusseldorf í Þýskalandi sú eina af þessum níu borgum sem verður hluti af dagskrá Kefla­vík­ur­flug­vallar í sumar. Til borg­ar­innar flýgur Icelandair í dag en ákvörð­unin um flugið til Dusseldorf var engu að síður tekin nokkru áður en WOW fór í þrot. Ekkert flug­fé­lagið hefur tekið upp þráðinn sem WOW skyldi eftir sig í hinum borg­unum átta.

Til viðbótar gafst Icelandair upp á San Francisco og Cleve­land þrátt fyrir að sitja eitt að fluginu eftir fall keppi­naut­arins. Reyndar skrif­aðist brott­hvarfið frá þeirri síðar­nefndu á kyrr­setn­ingu MAX þotanna og kannski hefði Icelandair bætt við ferðum til áfanga­staða WOW air Boeing þoturnar hefðu ekki reynst gall­aðar.

Sem fyrr segir þá bauð WOW air upp á ferðir til þrjátíu og fjög­urra borga sumarið 2018. Til Dusseldorf, Parísar, Mílanó, Kaup­manna­hafnar og Amsterdam hefur flug­ferð­unum fjölgað síðan þá. Aftur á móti hefur allt flug lagst af á tólf þessara flug­leiða og samdráttur orðið á öðrum fimmtán. Flug­ferð­irnar til Stokk­hólms og Toronto verða aftur á móti jafn margar í sumar og þær voru fyrir tveimur árum síðan.

Þess má geta að þeir sem styrkja útgáfu Túrista mánað­ar­lega fá síðar í dag senda nánari úttekt á því hvernig flug hefur þróast á þeim flug­leiðum sem WOW air sinnti. Smelltu hér ef þú vilt bætast í hóp viðtak­enda.