Sumarið 2020: Til þessara áfanga­staða verður flogið

Ef þú ert að huga að ferðalagi út í heim þá sérðu hér hvert hægt verður að fljúga reglulega í sumar frá Keflavík, Reykjavík og Akureyri.

flug danist soh
Mynd: Danist Soh / Unsplash

Það verða í boði reglu­legar ferðir til rétt rúmlega sextíu erlendra áfanga­staða í sumar. Það er aðeins minna úrval en fyrra en í saman­burði við sumar­mán­uðina 2017 og 2018 þá er samdrátt­urinn veru­legur. Þá var nefni­lega hægt að fljúga frá landinu til um níutíu áfanga­staða. Það úrval stóð þó ekki undir sér eins og sást kannski best á versn­andi afkomu Icelandair og svo gjald­þroti WOW.

Hvað sem því líður þá bætast alla við tveir nýir áfanga­staðir í sumar, Nantes í Frakklandi og Verona á Ítalíu.

Á list­anum hér fyrir neðan er líka að finna staði sem ferða­skrif­stof­urnar bjóða upp á leiguflug til en ítar­legri upplýs­ingar um framboð á hefð­bundnum sólar­landa­ferðum má finna hér. Með því að slá inn nafn borgar eða lands í leit­ar­línuna efst í töfluna þá sést hvaða flug­félög fljúga til viðkom­andi staðar.