Sumarið 2020: Til þessara áfangastaða verður flogið

Ef þú ert að huga að ferðalagi út í heim þá sérðu hér hvert hægt verður að fljúga reglulega í sumar frá Keflavík, Reykjavík og Akureyri.

flug danist soh
Mynd: Danist Soh / Unsplash

Það verða í boði reglulegar ferðir til rétt rúmlega sextíu erlendra áfangastaða í sumar. Það er aðeins minna úrval en fyrra en í samanburði við sumarmánuðina 2017 og 2018 þá er samdrátturinn verulegur. Þá var nefnilega hægt að fljúga frá landinu til um níutíu áfangastaða. Það úrval stóð þó ekki undir sér eins og sást kannski best á versnandi afkomu Icelandair og svo gjaldþroti WOW.

Hvað sem því líður þá bætast alla við tveir nýir áfangastaðir í sumar, Nantes í Frakklandi og Verona á Ítalíu.

Á listanum hér fyrir neðan er líka að finna staði sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á leiguflug til en ítarlegri upplýsingar um framboð á hefðbundnum sólarlandaferðum má finna hér. Með því að slá inn nafn borgar eða lands í leitarlínuna efst í töfluna þá sést hvaða flugfélög fljúga til viðkomandi staðar.