Samfélagsmiðlar

Sumarið þegar fjögur íslensk félög héldu úti millilandaflugi

Nú er Icelandair eina félagið sem eftir er af þeim fjóru íslensku sem héðan flugu sumarið 2012. Það er þó ekki útlilokað að fjöldinn fari aftur upp á ný enda virðast alltaf einhverjir tækifæri í að skora Icelandair á hólm.

Í sumarbyrjun 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og bættist þá í hóp tólf annarra félaga sem á þessum tíma héldu uppi reglulegu flugi til og frá landinu. Þeirra á meðal voru Icelandair, Iceland Express og Primera Air sem öll voru í eigu Íslendinga. Reyndar var WOW air á þessum tíma ekki með flugrekstrarleyfi og Iceland Express sótti aldrei um þessa háttar leyfi. Fyrirtækin tvö voru engu að síður umsvifamikil í millilandafluginu þetta sumar.

Þannig flugu þotur Icelandair 5184 ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina þrjá og Iceland Express stóð fyrir 822 ferðum en WOW 495 samkvæmt talningum Túrista. Flugferðir Primera takmörkuðust nær eingöngu við leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systufélagið Heimsferðir.

Sumarvertíðin 2012 reyndist eigendum Iceland Express og WOW air dýrkeypt. Síðar viðurkenndi Skúli Mogensen, sem þá var einn af þremur eigendum WOW air, að hann hafi íhugað alvarlega að stöðva reksturinn á þessum tíma. „Fyrsta sumarið var mun erfiðara en við gerðum ráð fyrir og við töpuðum um 800 milljónum fyrsta sumarið í stað 200-300 milljónum eins og við áætluðum,“ sagði Skúli við Viðskiptablaðið í árslok 2017.

Hann setti að lokum hálfan milljarð króna í viðbót í WOW air sem svo tók yfir rekstur Iceland Express í október 2012. Sú yfirtaka var vendipunktur í rekstri WOW samkvæmt Skúla enda höfðu félögin tvö verið í „miklum slag” sumarið áður.

Síðan liðu nokkur ár þar sem þrjú íslensk flugfélög héldu úti alþjóðaflugi héðan. Primera Air var þó með sitt flugrekstrarleyfi í Lettlandi en félagið var engu að síður hluti af íslensku eignarhaldsfélagi Andra Más Ingólfssonar. Haustið 2018 fór Primera Air svo í þrot og í mars í fyrra stöðvaðist rekstur WOW air.

Icelandair er því í dag eina íslenska flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en ekki er útilokað að fleiri bætist við fyrr en síðar. Þannig virðast forsvarsmenn Play ekki hafa gefið upp von um að koma félaginu í loftið á næstunni jafnvel þó sala á sumarferðum sé komin vel af stað. Einnig liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að endurreisn WOW air og hvort félagið verði með íslenskt flugrekstrarleyfi eða bara bandarískt eða jafnvel ítalskt. Einnig hafa síðustu daga verið viðraðar hugmyndir um stofnun alþjóðaflugfélags á Akureyri.

Ef öll þessi áform ganga upp þá gætu íslensku alþjóðaflugfélögin fyrr en síðar orðið fjögur á ný. Það yrði óvenjulega mikill fjöldi og sérstaklega nú á tímum þegar umræðan hefur verið í þá átt að sameiningar verði að eiga sér stað í evrópskum flugrekstri til að skjóta styrkari fótum undir greinina. Það hafa nefnilega óvenju mörg evrópsk flugfélög misst flugið að undanförnu.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvað öll þessi nýju áform segja okkur um stöðu og ímynd Icelandair. Því þrátt fyrir örlög WOW air, Iceland Express, Primera Air þar á undan Íslandsflugs og Arnarflugs þá virðast alltaf finnast fjárfestar sem sjá tækifæri í að skora Icelandair á hólm. Færri fréttir berast af stofnun nýrra flugfélaga í mun fjölmennari löndum Evrópu þar sem fyrir er kannski bara eitt flugfélag í eigu heimamanna sjálfra.

STUÐNINGUR LESENDA SKIPTIR MIKLU MÁLI FYRIR TÚRISTA. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …