Samfélagsmiðlar

Sumarið þegar fjögur íslensk félög héldu úti millilandaflugi

Nú er Icelandair eina félagið sem eftir er af þeim fjóru íslensku sem héðan flugu sumarið 2012. Það er þó ekki útlilokað að fjöldinn fari aftur upp á ný enda virðast alltaf einhverjir tækifæri í að skora Icelandair á hólm.

Í sumarbyrjun 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og bættist þá í hóp tólf annarra félaga sem á þessum tíma héldu uppi reglulegu flugi til og frá landinu. Þeirra á meðal voru Icelandair, Iceland Express og Primera Air sem öll voru í eigu Íslendinga. Reyndar var WOW air á þessum tíma ekki með flugrekstrarleyfi og Iceland Express sótti aldrei um þessa háttar leyfi. Fyrirtækin tvö voru engu að síður umsvifamikil í millilandafluginu þetta sumar.

Þannig flugu þotur Icelandair 5184 ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina þrjá og Iceland Express stóð fyrir 822 ferðum en WOW 495 samkvæmt talningum Túrista. Flugferðir Primera takmörkuðust nær eingöngu við leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systufélagið Heimsferðir.

Sumarvertíðin 2012 reyndist eigendum Iceland Express og WOW air dýrkeypt. Síðar viðurkenndi Skúli Mogensen, sem þá var einn af þremur eigendum WOW air, að hann hafi íhugað alvarlega að stöðva reksturinn á þessum tíma. „Fyrsta sumarið var mun erfiðara en við gerðum ráð fyrir og við töpuðum um 800 milljónum fyrsta sumarið í stað 200-300 milljónum eins og við áætluðum,“ sagði Skúli við Viðskiptablaðið í árslok 2017.

Hann setti að lokum hálfan milljarð króna í viðbót í WOW air sem svo tók yfir rekstur Iceland Express í október 2012. Sú yfirtaka var vendipunktur í rekstri WOW samkvæmt Skúla enda höfðu félögin tvö verið í „miklum slag” sumarið áður.

Síðan liðu nokkur ár þar sem þrjú íslensk flugfélög héldu úti alþjóðaflugi héðan. Primera Air var þó með sitt flugrekstrarleyfi í Lettlandi en félagið var engu að síður hluti af íslensku eignarhaldsfélagi Andra Más Ingólfssonar. Haustið 2018 fór Primera Air svo í þrot og í mars í fyrra stöðvaðist rekstur WOW air.

Icelandair er því í dag eina íslenska flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en ekki er útilokað að fleiri bætist við fyrr en síðar. Þannig virðast forsvarsmenn Play ekki hafa gefið upp von um að koma félaginu í loftið á næstunni jafnvel þó sala á sumarferðum sé komin vel af stað. Einnig liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að endurreisn WOW air og hvort félagið verði með íslenskt flugrekstrarleyfi eða bara bandarískt eða jafnvel ítalskt. Einnig hafa síðustu daga verið viðraðar hugmyndir um stofnun alþjóðaflugfélags á Akureyri.

Ef öll þessi áform ganga upp þá gætu íslensku alþjóðaflugfélögin fyrr en síðar orðið fjögur á ný. Það yrði óvenjulega mikill fjöldi og sérstaklega nú á tímum þegar umræðan hefur verið í þá átt að sameiningar verði að eiga sér stað í evrópskum flugrekstri til að skjóta styrkari fótum undir greinina. Það hafa nefnilega óvenju mörg evrópsk flugfélög misst flugið að undanförnu.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvað öll þessi nýju áform segja okkur um stöðu og ímynd Icelandair. Því þrátt fyrir örlög WOW air, Iceland Express, Primera Air þar á undan Íslandsflugs og Arnarflugs þá virðast alltaf finnast fjárfestar sem sjá tækifæri í að skora Icelandair á hólm. Færri fréttir berast af stofnun nýrra flugfélaga í mun fjölmennari löndum Evrópu þar sem fyrir er kannski bara eitt flugfélag í eigu heimamanna sjálfra.

STUÐNINGUR LESENDA SKIPTIR MIKLU MÁLI FYRIR TÚRISTA. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …