Samfélagsmiðlar

Sumarið þegar fjögur íslensk félög héldu úti millilandaflugi

Nú er Icelandair eina félagið sem eftir er af þeim fjóru íslensku sem héðan flugu sumarið 2012. Það er þó ekki útlilokað að fjöldinn fari aftur upp á ný enda virðast alltaf einhverjir tækifæri í að skora Icelandair á hólm.

Í sumarbyrjun 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og bættist þá í hóp tólf annarra félaga sem á þessum tíma héldu uppi reglulegu flugi til og frá landinu. Þeirra á meðal voru Icelandair, Iceland Express og Primera Air sem öll voru í eigu Íslendinga. Reyndar var WOW air á þessum tíma ekki með flugrekstrarleyfi og Iceland Express sótti aldrei um þessa háttar leyfi. Fyrirtækin tvö voru engu að síður umsvifamikil í millilandafluginu þetta sumar.

Þannig flugu þotur Icelandair 5184 ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina þrjá og Iceland Express stóð fyrir 822 ferðum en WOW 495 samkvæmt talningum Túrista. Flugferðir Primera takmörkuðust nær eingöngu við leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systufélagið Heimsferðir.

Sumarvertíðin 2012 reyndist eigendum Iceland Express og WOW air dýrkeypt. Síðar viðurkenndi Skúli Mogensen, sem þá var einn af þremur eigendum WOW air, að hann hafi íhugað alvarlega að stöðva reksturinn á þessum tíma. „Fyrsta sumarið var mun erfiðara en við gerðum ráð fyrir og við töpuðum um 800 milljónum fyrsta sumarið í stað 200-300 milljónum eins og við áætluðum,“ sagði Skúli við Viðskiptablaðið í árslok 2017.

Hann setti að lokum hálfan milljarð króna í viðbót í WOW air sem svo tók yfir rekstur Iceland Express í október 2012. Sú yfirtaka var vendipunktur í rekstri WOW samkvæmt Skúla enda höfðu félögin tvö verið í „miklum slag” sumarið áður.

Síðan liðu nokkur ár þar sem þrjú íslensk flugfélög héldu úti alþjóðaflugi héðan. Primera Air var þó með sitt flugrekstrarleyfi í Lettlandi en félagið var engu að síður hluti af íslensku eignarhaldsfélagi Andra Más Ingólfssonar. Haustið 2018 fór Primera Air svo í þrot og í mars í fyrra stöðvaðist rekstur WOW air.

Icelandair er því í dag eina íslenska flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en ekki er útilokað að fleiri bætist við fyrr en síðar. Þannig virðast forsvarsmenn Play ekki hafa gefið upp von um að koma félaginu í loftið á næstunni jafnvel þó sala á sumarferðum sé komin vel af stað. Einnig liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að endurreisn WOW air og hvort félagið verði með íslenskt flugrekstrarleyfi eða bara bandarískt eða jafnvel ítalskt. Einnig hafa síðustu daga verið viðraðar hugmyndir um stofnun alþjóðaflugfélags á Akureyri.

Ef öll þessi áform ganga upp þá gætu íslensku alþjóðaflugfélögin fyrr en síðar orðið fjögur á ný. Það yrði óvenjulega mikill fjöldi og sérstaklega nú á tímum þegar umræðan hefur verið í þá átt að sameiningar verði að eiga sér stað í evrópskum flugrekstri til að skjóta styrkari fótum undir greinina. Það hafa nefnilega óvenju mörg evrópsk flugfélög misst flugið að undanförnu.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvað öll þessi nýju áform segja okkur um stöðu og ímynd Icelandair. Því þrátt fyrir örlög WOW air, Iceland Express, Primera Air þar á undan Íslandsflugs og Arnarflugs þá virðast alltaf finnast fjárfestar sem sjá tækifæri í að skora Icelandair á hólm. Færri fréttir berast af stofnun nýrra flugfélaga í mun fjölmennari löndum Evrópu þar sem fyrir er kannski bara eitt flugfélag í eigu heimamanna sjálfra.

STUÐNINGUR LESENDA SKIPTIR MIKLU MÁLI FYRIR TÚRISTA. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …