Þriðjungs samdráttur í millilandaflugi

Í janúar setti vont veður strik í reikninginn á Keflavíkurflugvelli og aflýsa þurfti fjölda ferða. Þar með var samdrátturinn meira ennþá meiri en sem nam brotthvarfi WOW air.

Snjór ruddur á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Isavia

Það voru að jafnaði farnar þrjátíu og níu áætlunarferðir á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Í janúar í fyrra var meðaltalið aftur á móti fimmtíu og átta ferðir á dag samkvæmt talningum Túrista. Langstærsti hluti þessa samdráttar skrifast á WOW air sem stóð í fyrra undir rúmlega fjórðu hverri brottför.

Slæmt veður nokkra daga í janúar varð svo til þess að fella þurfti niður mikinn fjölda ferða og í heildina dróst umferðin um Keflavíkurflugvöll saman um þriðjung þennan fyrsta mánuð ársins. Hlutdeild Icelandair í ferðafjöldanum er á ný komin upp í þær hæðir sem hún var í áður en umsvif WOW air urðu hvað mest eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.