Verulegur samdráttur á Keflavíkurflugvelli í byrjun árs

Fjöldi skiptifarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í janúar var um þriðjungur af fjöldanum á sama tíma í fyrra.

Um 30 prósent færri farþegar áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í janúar. Mynd: Isavia

Það voru í heildina 376 þúsund farþegar um flugu til og frá landinu í janúar. Það er samdráttur um 30 prósent frá því í janúar í fyrra 34 prósent niðursveifla er horft er til metmánaðarins janúar árið 2018. Mestu munar um skiptifarþegana því sá hópur hefur dregist saman um nærri tvo þriðju.

Í nýliðnum mánuði voru þessir farþegar rétt um 64 þúsund en voru um 181 þúsund í janúar í fyrra. Hafa ber í huga að aflýsa þurfti fjölda flugferða í síðasta mánuði vegna veðurs og hefur það því áhrif á tölurnar. Mestu munar þó um fall WOW air en félagið stóð fyrir um fjórðu hverri brottför frá Keflavíkurflugvelli í janúar í fyrra.