Samfélagsmiðlar

Vilja hærri þóknanir frá ferðaþjónustunni

Umsvifamiklar erlendar bókunarsíður krefjast nú hærri hlutdeildar af tekjum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur fulla ástæðu til samkeppnisyfirvöld skoði starfsemi þessara milliliða hér á landi.

Það eru margir sem nýta sér vef Tripadvisor til að skipuleggja ferðalög út í heim enda er þar að finna gríðarlegan fjölda umsagna annarra ferðamanna um margt sem viðkemur ferðalögum. Bróðurpartinn af þessum efni hafa notendur síðunnar sett þar inn Tripadvisor að kostnaðarlausu og um leið skapað síðunni sterka stöðu í ferðageiranum.

Tripadvisor líkist því margan hátt Wikipedia sem byggir einnig á efni sem almenningur skrifar. En á meðan rekstur Wikipedia byggir á frjálsum framlögum lesenda þá fær Tripadvisor þóknanir frá ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir beina kaupendum til þeirra. Umsvifin eru það mikil að Tripadvisor er skráð á hlutabréfamarkað vestanhafs.

Í hittifyrra borgaði Tripadvisor svo um þrjá milljarða króna fyrir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun sem rekur sölu- og birgðakerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, sagði þau viðskipti vera óheppilega þróun þar sem Bókun byggi yfir viðkvæmum söluupplýsingum um fjöldamörg íslenska ferðaþjónustufyrirtæki.

Og nú má segja að Tripadvisor hafi augastað á Íslandi á ný en þó með öðrum formerkjum. Sölustjórar fyrirtækisins hafa nefnilega sent íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum bréf þar sem farið er fram á hærri þóknanir. Í bréfinu, sem Túristi hefur afrit af, kemur fram að kostnaður Tripadvisor við að miðla þjónustu íslensku fyrirtækjanna sé of hár miðað við núverandi þóknun. Þar með verði að hækka hana og samkvæmt viðmælendum Túrista þá gæti breytingin haft það í för með sér að um fjórðungur af framlegð íslensku fyrirtækjanna gæti endað í vasa Tripadvisor. Í einhverjum tilfellum væri hlutfallið allt að helmingur.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist aðspurður þekkja til þessara hækkana hjá Tripadvisor og bendir á að fleiri samskonar síður séu að fara fram á hærri þóknanir að undanförnu.  „Við höfum fylgst með þessari þróun undanfarin ár, bæði á gistimarkaði og í afþreyingu. Það má segja að erlendar bókunarsíður hafi bæði verið bölvun og blessun fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, því að mörg fyrirtæki hafa nýtt þær sem sitt aðalmarkaðstæki, það á sérstaklega við lítil fyrirtæki sem hafa ekki úr miklu markaðsfé að spila eða möguleika á slíkri sérhæfingu innan fyrirtækisins, “ segir Jóhannes Þór.

Hann bætir því við að skilmálar og þóknanir þessara bókunarsíðna leggi byrðar á fyrirtækin og það sé áhyggjuefni hversu stór hluti markaðarins er orðinn háður þeim. „SAF hefur verið að skoða þetta mál í ljósi þessara nýlegu hækkana og við munum ræða við ferðamálastofu og samkeppniseftirlitið um málið. Við teljum að það sé full ástæða fyir samkeppnisyfirvöld að skoða þennan markað sérstaklega.“

Og þessi staða er ekki aðeins áhyggjuefni hér á landi. Til marks um það þá tekur SAF þátt í sameiginlegri vinnu með systursamtökum sínum á Norðurlöndum og í Evrópu um þessa ráðandi stöðu bókunarfyrirtækjanna.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …