20 til 30 prósent færri ferðamenn á heimsvísu

Sérfræðingar ferðamálaráðs Sameinuðu þjóðanna bætast nú í hóp þeirra sem gera ráð fyrir verulegri fækkun ferðafólks.

Mynd: Nicolas J Leclercqls Nedel / Unsplash

Þó allt fari á fleygiferð í maí og þoturnar fljúgi þá drekkhlaðnar milli landa þá myndi það varla ekki duga til að vega upp á móti högginu sem ferðaþjónusta heimsins hefur orðið fyrir síðustu vikur. Alþjóðasamtök flugfélaga gera af þeim sökum ráð fyrir verulegum samdrætti í flugumferð í ár sem mun koma valda flugfélögunum miklu tjóni.

Ferðamálaráð Sameinuðu þjóðanna kom svo með uppfærða spá í gær og þar er nú gert ráð fyrir að ferðafólki fækki um 20 til 30 prósent í ár. Er þá aðeins horft til þeirra sem fara á milli landa. Það er þó tekið skýrt fram að óvissan um framvindu mála er mikil og því beri að taka þessari spá með fyrirvara.

Horfurnar samkvæmt Seðlabanka Íslands eru reyndar ennþá verri. Þar er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum hér á landi fækki um að minnsta kosti 37 prósent í ár en gæti farið upp í 55 prósent samdrátt. Ef það yrði niðurstaðan þá færi ferðamannahópurinn niður fyrir 900 þúsund ferðamenn í ár.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.