Átján brott­förum aflýst í dag

Frá Keflavíkurflugvelli hefðu í dag átt að vera fjörutíu og þrjár áætlunarferðir. Nú hefur átján þeirra verið frestað.

MYND: ISAVIA

Það hefur sann­ar­lega dregið mjög úr flug­sam­göngum síðustu daga í takt við að fleiri ríki loka landa­mærum eða takmarka ferðir þegna sinna. Nú í morg­uns­árið hefur átján af brott­förum dagsins frá Kefla­vík­ur­flug­velli verið aflýst en fyrir viku síðan voru aðeins tvær ferðir felldar niður.

Eins og gefur að skilja er staðan álíka og jafnvel verri á flug­völlum í lönd­unum í kringum okkur. Þannig var um helm­ingur starfs­manna Kaup­manna­hafn­ar­flug­vallar sendur heim í byrjun vikunnar vegna þess hve dregið hefur úr umferð­inni þar. Munar þar miklu um að SAS hefur lagt niður stóran hluta af sinni starf­semi. SAS er umsvifa­mesta flug­fé­lagið á flug­vell­inum við Kastrup en Icelandair var í níunda sæti á þeim lista í fyrra.

Icelandair hefur aftur á móti dregið mun minna úr flug en mörg önnur evrópsk flug­félög. Forstjóri félagsins segir að leiða­kerfi félagsins sé endur­metið á hverjum degi.