Samfélagsmiðlar

Einkareknir flugvellir í verri stöðu

Bretar hafa gengið einna harðast fram í einkavæðingu flughafna. Nú segja eigendurnir aftur á móti að þeir gætu þurft að loka innan fárra vikna.

Frá Gatwick flugvelli í London.

Á meðan helstu flughafnir Bandaríkjanna eru allar nema ein í eigu hins opinbera þá hafa sum evrópsk ríki selt fjárfestum flugvellina sína. Sú þróun hefur reyndar verið sérstaklega gagnrýnd af forsvarsmönnum stærstu flugfélaga Evrópu sem bent hafa á að notendagjöld á flugvöllum álfunnar séu oftar en ekki hærri en vestahafs.

„Það hefur ekki verið til góðs að rekstur evrópskra flugvalla gangi út á að hámarka gróða fyrir lífeyrissjóði í Kaliforníu eða annars staðar út í heimi,” sagði Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa Group, til að mynda á blaðamannafundi í hittifyrra. Og nú þegar fluggeirinn er í meiriháttar krísu þá finna einkareknu flugvellirnir sérstaklega fyrir því samkvæmt frétt viðskiptasíðunnar Quartz.

Þar er bent á að framlög frá eigendunum, hinu opinbera, auðveldi bandarísku flugvöllunum að komast í gegnum krísuna á meðan þeir einkareknu séu í annarri stöðu. Samtök flugvalla í Bretlandi, sem flestir eru hlutafélög, kalla nú eftir framlögum frá breskum yfirvöldum til að koma megi í veg fyrir að loka verði flugstöðvum innan fárra vikna.

Þrátt fyrir það neyðaróp þá er ekki útlit fyrir að breskir ráðamenn ætli í almennar aðgerðir gagnvart flugvöllunum eða flugfélögum. Þess í stað verður litið til aðstæðna hvers og eins fyrirtækis til að meta þörfina á opinberum stuðningi.

Flugvellir í ríkiseigu hafa þó einnig orðið að bregðast við aðstæðum. Þannig sagði Swedavia í Svíþjóð upp átta hundruð starfsmönnum í vikunni og lækkaði starfshlutfall nítján hundruð starfsamanna í viðbót. Stjórnendur Avinor í Noregi hafa gefið út að þar gæti þurft að grípa til niðurskurðar og segja upp starfsfólki. Rekstrarform Swedavia og Avinor er með svipuðum hætti og Isavia hér á landi. Allt eru þetta fyrirtæki í eigu hins opinbera sem sjá um rekstur flugvalla.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …