Fækka ferðunum til Keflavíkurflugvallar

Í takt við verulegan samdrátt í alþjóðaflugi þá fækkar rútunum á Reykjanesbrautinni.

Nú er ekki lengur þörf fyrir um sextíu sætaferðir á dag frá Leifsstöð til Reykjavíkur. Mynd: Túristi

Það eru þrjú rútufyrirtæki sem bjóða upp á reglulegar ferðir milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Hvert um sig býður jafnan upp á um tuttugu brottfarir á degi hverjum frá Reykjavík og út á völl. Nú hefur flugferðunum aftur á móti fækkað gríðarlega og í dag féllu þrjátíu og fjórar af fjörutíu og fjórum brottförum niður.

Rúturnar þurfa því ekki að keyra eins oft út á flugvöll. Næstu daga gera Kynnisferðir því aðeins ráð fyrir að Flugrútan fari sex ferðir á dag frá BSÍ og út á Keflavíkurflugvöll. Hjá Airport Direct og Airport Express hefur ferðunum líka verið fækkað samkvæmt upplýsingum frá Reykjavik Sightseeing og Gray Line.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar á virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.