Samfélagsmiðlar

Ferðabann Trump í tölum

Algjört bann verður við flugi frá Íslandi og flestum öðrum Evrópurlöndum til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Ástæðan er COVID-19 veikin líkt og fram kom í tilkynningu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í gærkvöld. Það liggur fyrir að þetta ferðabann mun hafa mikil áhrif á Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.

Flugsamgöngur milli Íslands og Bandaríkjanna hafa lengi verið mjög tíðar og vægi bandarískra ferðamanna er því mjög hátt hér á landi. Frá Keflavíkurflugvelli eru farnar fleiri áætlunarferðir til bandarískra borga en frá hinum Norðurlöndunum. Í dag munu þotur Icelandair t.d. fljúga héðan til níu bandarískra flugvalla á meðan farþegum á Kaupmannahafnarflugvelli, fjölförnustu flughöfn Norðurlanda, standa til boða sex ferðir. Brottfarirnar héðan voru þó mun tíðari þegar WOW air var ennþá í loftinu.

Bandarískir ferðamenn hafa líka verið langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en vægi þeirra dróst þó saman þegar WOW air var gjaldþrota. Það hafði einnig neikvæð áhrif að Delta hætti flugi hingað yfir veturinn. Engu að síður var einn af hverjum fimm ferðamönnum hér í apríl í fyrra frá Bandaríkjunum. Þá voru þeir nærri 24 þúsund talsins. Hlutfall bandarískra gistinga á íslenskum hótelum er einnig hátt. Í mars og apríl í fyrra keyptu Bandaríkjamenn um fjórðung af öllum gistingum á íslenskum hótelum og vægi þeirra hefur vafalítið líka verið hátt í öðrum gistikostum þó þær tölur liggi ekki fyrir. Til viðbótar við þetta allt þá má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi ferðamanna frá öðrum þjóðum búi í Bandaríkjunum eða ferðist í gegnum landið á leið sinni til Íslands.

Vinsældir Íslands sem áfangastaðar er þó ekki eina ástæðan fyrir því að bandaríski markaðurinn hefur þar með verið Icelandair mikilvægur. Leiðakerfi félagsins byggir í raun á því að stór hluti þeirra sem nýtir sér ferðirnar til og frá Evrópu séu í raun farþegar á leið til Bandaríkjanna. Þeir millilenda þá aðeins hér á landi. Og vegna þess hve vægi þessara skiptifarþega hefur verið hátt í þotum Icelandair þá hefur félagið getað boðið upp á tíðar ferðir til bæði Evrópu og Norður-Ameríku. Næstu þrjátíu daga verður félagið því að troða marvaða og vafalítið fækka ferðunum til Evrópu töluvert á sama tíma og flugið til Bandaríkjanna stöðvast.

Að jafnaði flutti félagið um 3100 farþega á degi hverjum milli Íslands og Bandaríkjanna í mars og apríl í fyrra samkvæmt tölum frá bandarískum flugmálayfirvöldum. Hver farþegi er talinn á leiðinni til landsins og frá og því má segja að um fimmtán hundruð einstaklingar hafi nýtt sér ferðir Icelandair á degi hverjum til og frá Bandaríkjunum þessa tvo mánuði. Í ljósi þess að Icelandair hefur dregið úr ferðum að undanförnum má gera ráð fyrir að farþegafjöldinn hefði verið aðeins minni nú í mars og apríl en samt staðið undir umtalsverður hluta af umsvifum félagsins. Þrjátíu og níu prósent af tekjum Icelandair á síðasta ári komu frá Norður-Ameríku.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …