Ferða­skrif­stofur sameinast um farþega­flug frá Kana­ríeyjum

Næstu fjóra daga fljúga þotur Icelandair fimmtán ferðir til Tenerife og Kanarí að sækja íslenska ferðalanga.

Mynd: Icelandair

Ferða­skrif­stof­urnar VITA, Ferða­skrif­stofa Íslands og Heims­ferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipu­lagt loftbrú frá Kana­ríeyjum til Íslands, í gegnum Las Palmas og Tenerife, til að flýta för þeirra fjöl­mörgu Íslend­inga sem staddir eru á eyjunum og áttu bókað flug heim fyrir páska. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu og því bætt við að búið sé að setja útgöngu­bann á alla sem staddir eru á eyjunum og hótel eru að loka eitt af öðru.

„Icelandair hefur sett upp 15 flug næstu fjóra daga þar sem ferða­skrif­stof­urnar í  samráði við Ferða­mála­stofu flýta för allra farþega sem eru á þeirra vegum á eyjunum en þeir eru á milli tvö til þrjú þúsund talsins. Reiknað er með að allir farþegar ferða­skrif­stof­anna verði komnir heim á föstudag,” kemur fram í tilkynn­ingu.

Þar segir jafn­framt að vegna fjölda fyrir­spurna hafi ferða­skrif­stofan VITA einnig hafið almenna sölu á flug­ferðum sem áætl­aðar eru seinnipartinn á föstudag frá Tenerife og Kanarí. „Flugi verður bætt við ef mikil eftir­spurn verður. Markmið Icelandair, ferða­skrif­stof­anna og Ferða­mála­stofu er að gefa öllum þeim sem ekki hafa þegar gert ráðstaf­anir til að komast aftur heim til Íslands tæki­færi til þess á næstu dögum.”