Forstjóri SAS: Við leggjum niður næstum allar ferðir á morgun

Á blaðamannafundi í Stokkhólmi sem lauk rétt í þessu lagði Rickard Gustafson, forstjóri SAS, að félagið yrði í nærri því lagt niður tímabundið.

Rickard Gustafson, forstjóri SAS. Mynd: Túristi

Sögulega lágt olíuverð og tímabundnir afslættir á flugvallargjöldum hafa ekkert að segja í þeirri krísu útbreiðsla kórónaveirunnar hefur valdið. Þetta hefur komið fram í máli forsvarsmanna skandinavíska flugfélagsins SAS síðustu daga. Forstjóri félagsins, Rickard Gustafson, hefur líka ítrekað bent á síðustu daga að þó lausafjárstaða félagsins sé sterk þá streyma peningarnir út. Á sama tíma hefur bókunarstaðan hrunið.

Tónninn hefur því verið alvarlegur í máli forstjórans síðustu daga. Það kom því ekki á óvart að hann væri þungur á brún þegar hann hóf fund með blaðamönnum í Stokkhólmi sem nú var að ljúka. Þar tilkynnti Gustafsson að ætlunin væri að hætta nær öllu flugi SAS frá og með morgundeginum. Á sama tíma yrðu 10 þúsund starfsmenn sendir heim eða um 90 prósent af heildarfjöldanum. Forstjórinn undirstrikaði að hann vonaðist til að ekki kæmi til uppsagna og batt vonir við að stjórnvöld gætu létt undir með flugfélögunum.

Túristi sótti fundinn og verður með fleiri fréttir innan skamms.