Full­trúar Valitor, Íslands­banka og CIT orðnir innherjar hjá Icelandair

Síðustu daga hefur innherjalisti Icelandair samsteypunnar lengst hjá Fjármálaeftirlitinu.

Mynd: Icelandair

Í þessari viku hafa nöfn fimm starfs­manna, hjá þremur fjár­mála­fyr­ir­tækjum, bæst við lista Fjár­mála­eft­ir­litsins yfir innherja hjá Icelandair Group. Tveir þeirra eru sérfræð­ingar Valitor en það fyrir­tæki er færslu­hirðir Icelandair.

Það þýðir að Valitor ber ábyrgð gagn­vart farþegum á öllum greiðslu­korta­bók­unum. Það er svo sérfræð­inga Valitor að leggja mat á hversu hátt hlut­fall af sölu ónot­aðra farmiða Icelandair fær til ráðstöf­unar. Sem dæmi má nefna að WOW air fékk fyrst sölu­verð farmið­anna eftir að farþeg­arnir voru komnir heim. Færslu­hirðir flug­fé­lagsins mat hættuna á rekstr­ar­stöðvun félagsins það mikla.

Starfs­menn í fyrir­tækja­ráð­gjöf Íslands­banka eru líka nýir á lista yfir innherja hjá Icelandair. Á heima­síðu Íslands­banka segir að fyrir­tækja­ráð­gjöf bankans hafi umsjón með kaupum, sölu, yfir­töku og samruna fyrir­tækja. Hluta­fjárútboð eru einnig eitt af sérsviðum deild­ar­innar.

Þriðja fyrir­tækið sem hefur fengið full­trúa á lista Icelandair er CIT Bank. Sá banki lánaði Icelandair samtals um átta millj­arða króna í desember síðast­liðnum. Um var að ræða endur­fjármögnun vegna uppgreiðslu skulda­bréfa­flokka félagsins fyrr á þessu ári.

Aðspurð um skýr­ingar á þessum nýju viðbótum við innherjalista Icelandair þá segir Ásdís Péturs­dóttir, upplýs­inga­full­trúi flug­fé­lagins, að þau tjái sig ekki um einstaka innherja hjá félaginu né ástæðu fyrir veru viðkom­andi á innherjalista. „Það er hins vegar eðli­legt að full­trúar frá fjár­mögn­un­ar­að­ilum og ráðgjafar séu á innherjalista hjá skráðum félögum.”

Eins og öllum er ljóst þá er hefur staðan í heims­bú­skapnum versnað gríð­ar­lega síðustu vikur vegna útbreiðslu kóróna­veirunnar. Sú staða hefur komið sérstak­lega illa niður á flug­fé­lögum enda hafa landa­mæri lokast og ferða­bann ríkir víða. Stjórn­völd á hinum Norð­ur­lönd­unum hafa í vikunni tilkynnt um stuðning við flugrekstur í sínum löndum, til dæmsi með lána­ábyrgðum. Ennþá hafa þess háttar sér aðgerðir ekki verið boðaðar hér á landi.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar á virki­lega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem þykir gagn í skrifum Túrista þá væri ómet­an­legt ef þú myndir leggja útgáf­unni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýs­ingar.