Samfélagsmiðlar

Hótar hallarbyltingu hjá easyJet

Stofnandi easyJet og stærsti hluthafi þess hefur lengi verið ósáttur við tryggð núverandi stjórnenda við Airbus. Hann fer fram á að samningi um kaup á flugvélum verði rift þar sem hann sé of íþyngjandi í núverandi stöðu.

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur lengi verið umsvifamesta erlenda félagið á Keflavíkurflugvelli yfir vetrarmánuðina. Og óhætt er að fullyrða að tíðar ferðir félagsins hingað hafi verið mikilvægur hluti af því að gera íslenska ferðaþjónustu að heilsárs atvinnugrein. Bretar eru nefnilega fjölmennastir í hópi ferðamanna hér utan háannatíma og til marks um ásókn þeirra í vetrarferðir til Íslands þá koma hingað fleiri breskir túristar í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá.

Það skiptir því gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustuna hér á landi að easyJet komist í gegnum krísuna sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur valdið. Staða félagsins er þó það veik að forstjóri þess hefur gefið til kynna að fjárhags aðstoð frá breskum stjórnvöldum kunni að vera nauðsynleg. Breski fjármálaráðherrann hefur aftur á móti tekið það skýrt fram að það sé verk hluthafa og lánadrottna að tryggja framtíð fyrirtækja þar í landi. Aðkoma ríkisins verði ávallt síðasti kosturinn í stöðunni.

Sir Stelios Haji-Ioannou, stofnandi easyJet og eigandi þriðjungs hlutar í félaginu, hefur sagt að hann muni leggja félaginu til meira fé ef þess verður þörf. Þeirri innspýtingu fylgja þó þungar kröfur því í bréfi sem stofnandinn sendi stjórnarformanni félagsins í gær fer hann fram á að allar greiðslur til Airbus, vegna kaupa á 107 flugvélum, verði stöðvaðar. Um leið vill hann að flugvélaframleiðandanum verði stefnt í þeim tilgangi að rifta kaupsamningnum.

Vill Sir Stelios, eins og hann er jafnan kallaður, meina að samningurinn sé of íþyngjandi og ógni framtíð flugfélagsins samkvæmt frétt Sky News. Og honum er full alvara því hann gefur stjórn félagsins aðeins frest fram á miðvikudag til að verða við kröfu sinni. Ef ekkert gerist þá ætlar hann að fara fram á sérstaka auka aðalfundi í félaginu næstu misseri í þeim tilgangi að láta reka núverandi stjórnarmenn einn af öðrum.

Sem fyrr segir þá hafa bresk yfirvöld ekki boðað séraðgerðir til stuðnings við fluggeirann þar í landi, hvorki flugfélög né flugvelli landsins sem langflestir eru í einkaeigu. Forráðamenn Virgin Atlantic flugfélagsins munu engu að síður vera að undirbúa beiðni til stjórnvalda um stuðning samkvæmt frétt BBC. Þar er tekið fram að félög eins og easyJet geti fylgt í kjörfarið. Staða British Airways, stærsta flugfélags landsins, er þó aðeins flóknari því það félag tilheyrir móðurfélaginu IAG sem er skráð á Spáni.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …