Samfélagsmiðlar

Isavia segir upp 101 starfsmanni

Áfram bætist í hóp þeirra fyrirtækja í flug- og ferðaþjónustu sem segja upp fjölda fólks. Til viðbótar verður starfshlutfall margra lækkað.

Stjórnendur Isavia gripu í dag til uppsagna vegna þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands eins og það er orðað í tilkynningu. Þar segir að flestar uppsagnirnar verði á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst er að verkefnum mun fækka í óákveðinn tíma. „Mikil áhersla er lögð á að félagið verði reiðubúið að blása til sóknar á ný þegar dregur úr áhrifunum af Covid-19.“

Samkvæmt því sem segir í tilkynningu þá ná aðgerðirnar til 138 starfsmanna, þar sem 101 starfsmanni verður sagt upp og 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli til framtíðar. Þessu til viðbótar verður sumarráðningum fækkað verulega. Isavia bætist þar með í hóp með Icelandair og Bláa lóninu, tveimur af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins, sem hafa einnig sagt upp fjölda fólks síðustu daga.

„Við komumst því miður ekki hjá því að grípa til uppsagna, en þær ná eingöngu til starfa á sviðum þar sem verkefnum fækkar í óákveðinn tíma,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Við teljum hins vegar á þessari stundu mikilvægt að svara ákalli stjórnvalda um að þau fyrirtæki, sem það geti, standi vörð um störfin í landinu. Við erum í þeirri stöðu að lausafjárstaðan okkar er betri en hún hefur nokkru sinni verið þannig að okkar fyrstu viðbrögð taka mið af því.“

Haft er forstjóranum í tilkynningu að áhrifin af samdrættinum hafa mest áhrif á framlínustörf á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í flugvernd, farþegaþjónustu og bílastæðaþjónustu. „Að öðru leiti þá bíða okkar fjöldi verkefna sem snúa m.a. að því að byggja upp innviði félagsins. Við þurfum þó að vera meðvituð um það að óvissan næstu mánuði er veruleg og við munum endurskoða stöðuna með reglubundnum hætti. Við þurfum með öllum ráðum að tryggja að aðgangur félagsins að lausu fé dugi þar til hjólin fara að snúast á ný. Við þökkum öllu því góða fólki sem nú er að hverfa frá fyrirtækinu fyrir þeirra störf og óskum þeim jafnframt velfarnaðar,“ segir Sveinbjörn.

Móðurfélag Isavia ásamt dótturfélögunum Isavia Innanlands og Isavia ANS munu að svo stöddu ekki nýta sér úrræði stjórnvalda sem snúa að greiðslu atvinnubóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar. Þær uppsagnir sem ráðist er í núna eru til að bregðast við minnkandi umsvifum til langs tíma en úrræði stjórnvalda eru fyrst og fremst til að bregðast við skammtímaáhrifum faraldursins. Fríhöfnin mun nýta úrræði stjórnvalda sem gerir félaginu kleift að ráðast ekki í uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum sínum.

Samkvæmt heimasíðu Isavia þá unnu um fimmtán hundruð manns hjá fyrirtækinu áður en til uppsagnanna kom.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …