Ísland einn fárra erlendra áfangastaða sem ennþá er flogið til

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur fellt niður stærsta hluta flugferða félagsins. Áfram koma þotur þess þó hingað frá Ósló.

Mynd: SAS

Í dag voru British Airways og SAS einu erlendu flugfélögin sem sinntu Íslandsflugi. Og af dagskrá Keflavíkurflugvallar að dæma þá verður það sama upp á teningnum næstu daga.

Þota SAS kom hingað frá Ósló en þaðan flaug félagið aðeins til fjögurra erlendra áfangastaða í dag auk Íslands. Hinir voru Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Alicante og Las Palmas. En Ósló er ein helsta bækistöð SAS fyrir alþjóðaflug.

„Við höldum áfram ferðunum til Keflavíkurflugvallar enn um sinn en fjöldi brottfara er þó takmarkaðar,“ segir John Eckhoff, talsmaður SAS í Noregi. Hann bætir því við að ákvörðun um hvaða flugleiðum sé haldið úti hjá SAS þessa dagana byggi á fjölda farþega. Einnig er horft til þeirra ferðatakmarkanna sem gilda í hverju landi fyrir sig og hvernig eftirspurn eftir áfangastöðum þróast.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.