Ísland einn fárra erlendra áfanga­staða sem ennþá er flogið til

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur fellt niður stærsta hluta flugferða félagsins. Áfram koma þotur þess þó hingað frá Ósló.

Mynd: SAS

Í dag voru British Airways og SAS einu erlendu flug­fé­lögin sem sinntu Íslands­flugi. Og af dagskrá Kefla­vík­ur­flug­vallar að dæma þá verður það sama upp á teningnum næstu daga.

Þota SAS kom hingað frá Ósló en þaðan flaug félagið aðeins til fjög­urra erlendra áfanga­staða í dag auk Íslands. Hinir voru Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmur, Alicante og Las Palmas. En Ósló er ein helsta bæki­stöð SAS fyrir alþjóða­flug.

„Við höldum áfram ferð­unum til Kefla­vík­ur­flug­vallar enn um sinn en fjöldi brott­fara er þó takmark­aðar,” segir John Eckhoff, tals­maður SAS í Noregi. Hann bætir því við að ákvörðun um hvaða flug­leiðum sé haldið úti hjá SAS þessa dagana byggi á fjölda farþega. Einnig er horft til þeirra ferða­tak­mark­anna sem gilda í hverju landi fyrir sig og hvernig eftir­spurn eftir áfanga­stöðum þróast.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virki­lega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómet­an­legt ef þú myndir leggja útgáf­unni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýs­ingar.