Samfélagsmiðlar

Kallar eftir að verkalýðshreyfingin komi líka til móts við fyrirtækin

Forstjóri Arctic Adventures segir að ekki einu sinni stöndug fyrirtæki lifa lengi án tekna. Hann bíður eftir tillögum ríkisstjórnarinnar en kallar líka eftir útspili frá stéttarfélögum og fjármálafyrirtækjum.

Við samruna Arctic Adventures og Into the Glacier í lok síðasta árs varð til stórfyrirtæki í ferðatengdri afþreyingu. Hjá fyrirtækinu starfa um fjögur hundruð manns og nær starfsemi þess til allra landshluta. 

„Við erum sennilega eina ferðaþjónstufyrirtækið á ykkar sviði sem er fjárhagslega vel stætt. Þar á ég við fyrirtæki sem hafa náð einhverri stærð. Það er hins vegar ljóst að ekkert félag lifir af sex til níu mánuði án tekna,” svarar Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, aðspurður um stöðu félagsins í dag. En Arctic Adventures líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki finna fyrir því að botninn er alveg dottin úr eftirspurn eftir ferðalögum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Styrmir bendir á að þar sem ferðaþjónusta er mannfrek atvinnugrein þá kosti það fyrirtækin töluvert að fækka fólki eins og nú sé þörf á að gera. Þess háttar aðgerðir eru þar með sérstaklega erfiðar á sama tíma og tekjurnar eru engar. 

„Við teljum að það þurfi að koma mjög afgerandi áætlun frá ríkisstjórninni varðandi þau mál. Og það er ánægjulegt að sjá að von er á tillögum um hvernig ríkið getur tekið yfir hluta af launakostnaði fyrirtækja. Jafnvel 75 til 80 prósent miðað við ákveðið hámark og ég tel að það væri gott útspil þó það verði tímabundið. Við vitum auðvitað ekki í dag hversu lengi þessi krísa varir,” segir Styrmir.

Hann undirstrikar að aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi ekki einar og sér. Styrmir biðlar því líka til stéttarfélaga og fjármálafyrirtækja.

„Við höfum farið í gegnum gríðarlega mikla hagræðingu hjá fyrirtækinu en allt það sem sú vinna hefur skilað hefur í raun farið í launhækkanir og kjarabætur. Framundan er svo önnur há launahækkun líkt og samið var um í lífskjarasamningunum. Nú verður verkalýðshreyfingin hins vegar að koma til móts við greinina og hjálpa þeim fyrirtækjum, sem eru vel rekin, að komast í gegnum erfiðleikana. Ef ekki þá skilur forsvarsfólk launþega ekki hlutverk sitt sem er ekki síður að tryggja störf en að krefjast hærri launa.”

Og hvað fjármálafyrirtækin varðar þá er hann á því að þónokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafi í raun verið gjaldþrota í töluverðan tíma. Þeim hafi aftur á móti verið haldið gangandi af bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum. 

„Mörg þessara fyrirtækja hafa staðið í undirboðum á markaðnum. Það hefur því ekki verið eðlileg samkeppni í gangi. Bankarnir áttu fyrir löngu að vera búnir að setja þessi fyrirtæki í þrot eða beita sér fyrir hagræðingu og sameingum. Sérstaklega eftir að ljóst var að það stefni í samdrátt. Aftur á móti skiptir þetta kannski ekki máli í dag. Núna er krísan svo djúpstæð að bankarnir geta ólíklega boðið upp á þennan blekkingaleik mikið lengur,” segir Styrmir. 

Hann bætir því við að hann telji að fyrirtækið komist í gegnum þetta tímabil en það verði krefjandi. „Ég hef fulla trú á að Ísland verði eftir sem áður áhugaverður áfangastaður.”


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar á virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …