Samfélagsmiðlar

Kallar eftir að verkalýðshreyfingin komi líka til móts við fyrirtækin

Forstjóri Arctic Adventures segir að ekki einu sinni stöndug fyrirtæki lifa lengi án tekna. Hann bíður eftir tillögum ríkisstjórnarinnar en kallar líka eftir útspili frá stéttarfélögum og fjármálafyrirtækjum.

Við samruna Arctic Adventures og Into the Glacier í lok síðasta árs varð til stórfyrirtæki í ferðatengdri afþreyingu. Hjá fyrirtækinu starfa um fjögur hundruð manns og nær starfsemi þess til allra landshluta. 

„Við erum sennilega eina ferðaþjónstufyrirtækið á ykkar sviði sem er fjárhagslega vel stætt. Þar á ég við fyrirtæki sem hafa náð einhverri stærð. Það er hins vegar ljóst að ekkert félag lifir af sex til níu mánuði án tekna,” svarar Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, aðspurður um stöðu félagsins í dag. En Arctic Adventures líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki finna fyrir því að botninn er alveg dottin úr eftirspurn eftir ferðalögum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Styrmir bendir á að þar sem ferðaþjónusta er mannfrek atvinnugrein þá kosti það fyrirtækin töluvert að fækka fólki eins og nú sé þörf á að gera. Þess háttar aðgerðir eru þar með sérstaklega erfiðar á sama tíma og tekjurnar eru engar. 

„Við teljum að það þurfi að koma mjög afgerandi áætlun frá ríkisstjórninni varðandi þau mál. Og það er ánægjulegt að sjá að von er á tillögum um hvernig ríkið getur tekið yfir hluta af launakostnaði fyrirtækja. Jafnvel 75 til 80 prósent miðað við ákveðið hámark og ég tel að það væri gott útspil þó það verði tímabundið. Við vitum auðvitað ekki í dag hversu lengi þessi krísa varir,” segir Styrmir.

Hann undirstrikar að aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi ekki einar og sér. Styrmir biðlar því líka til stéttarfélaga og fjármálafyrirtækja.

„Við höfum farið í gegnum gríðarlega mikla hagræðingu hjá fyrirtækinu en allt það sem sú vinna hefur skilað hefur í raun farið í launhækkanir og kjarabætur. Framundan er svo önnur há launahækkun líkt og samið var um í lífskjarasamningunum. Nú verður verkalýðshreyfingin hins vegar að koma til móts við greinina og hjálpa þeim fyrirtækjum, sem eru vel rekin, að komast í gegnum erfiðleikana. Ef ekki þá skilur forsvarsfólk launþega ekki hlutverk sitt sem er ekki síður að tryggja störf en að krefjast hærri launa.”

Og hvað fjármálafyrirtækin varðar þá er hann á því að þónokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafi í raun verið gjaldþrota í töluverðan tíma. Þeim hafi aftur á móti verið haldið gangandi af bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum. 

„Mörg þessara fyrirtækja hafa staðið í undirboðum á markaðnum. Það hefur því ekki verið eðlileg samkeppni í gangi. Bankarnir áttu fyrir löngu að vera búnir að setja þessi fyrirtæki í þrot eða beita sér fyrir hagræðingu og sameingum. Sérstaklega eftir að ljóst var að það stefni í samdrátt. Aftur á móti skiptir þetta kannski ekki máli í dag. Núna er krísan svo djúpstæð að bankarnir geta ólíklega boðið upp á þennan blekkingaleik mikið lengur,” segir Styrmir. 

Hann bætir því við að hann telji að fyrirtækið komist í gegnum þetta tímabil en það verði krefjandi. „Ég hef fulla trú á að Ísland verði eftir sem áður áhugaverður áfangastaður.”


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar á virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …