Kortavelta útlendinga hefur dregist hratt saman

Núna nemur notkun erlendra greiðslukorta hér á landi innan við fjórðungi af því sem hún var á sama tíma í fyrra.

Ferðamenn í Reykjavík Mynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur dregist ört saman undanfarna daga og vikur líkt og viðbúið var. Síðastliðinn föstudag nam heildarupphæðin aðeins 23 prósent af því sem hún var á sama degi í fyrra. Þetta kemur fram í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Samdrátturinn nú í mars hefur verið hraður líkt og mynd rannsóknarsetursins sýnir hér fyrir neðan. Þar er stuðst við bráðabirgðatölur fyrir erlenda kortaveltu nú í mars í samanburði við sömu daga í fyrra.