Samfélagsmiðlar

Loka Bláa lóninu út apríl

„Með því að loka nú erum við ekki síður að horfa til þess að vernda starfs­fólk og draga úr smit­hættu þess en hjá fyrir­tækinu starfa tæp­lega 800 manns,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um tímabundna lokun eins vinsælasta ferðamannastaðar landsins.

Í ljósi heims­far­aldurs Co­vid-19 og fyrir­mæla ís­lenskra yfir­valda um hert sam­komu­bann hefur Bláa Lónið lokað starfstöðvum sínum tímabundið frá og með deginum í dag til og með 30. apríl nk. Lokunin tekur til starf­semi fyrir­tækisins í Svarts­engi og verslana á Lauga­veginum og í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­sonar samkvæmt tilkynningu.

„Á tímum sem þessum er mikil­vægt að við stöndum saman og gerum það sem í okkar valdi stendur til að hefta út­breiðslu Co­vid-19. Við vonumst til að hægt verði að opna fyrr en úti­lokum þó ekki fram­lengingu lokunar. Það mun koma í ljós eftir því sem þróuninni vindur fram hér­lendis og ekki síður er­lendis næstu vikur en um 98% af gestum Bláa Lónsins eru er­lendir ferða­menn,“ er haft eftir Grími Sæ­mundsen, for­stjóra Bláa Lónsins, í frétta­til­kynningu.

„Hvað varðar á­hrif lokunarinnar á störf þá verður reynt að verja þau eins og hægt er. Verið er að meta stöðuna þessa stundina en horft verður til úr­ræðis ríkis­stjórnarinnar um greiðslu at­vinnu­leysis­bóta vegna minnkandi starfs­hlut­falls,“ segir Grímur jafnframt.

Í frétta­til­kynningunni jafnframt tekið fram að neyðar- og við­bragðs­á­ætlanir fyrir­tækisins hafa sannað gildi sitt. „Öflugt öryggi­streymi hefur staðið vaktina dag og nótt til að tryggja að fyrir­mælum yfir­valda sé fylgt og þannig öryggi starfs­fólks okkar og gesta. Með því að loka nú erum við ekki síður að horfa til þess að vernda starfs­fólk og draga úr smit­hættu þess en hjá fyrir­tækinu starfa tæp­lega 800 manns“, segir forstjórinn.

Bláa Lónið mun ekki stöðva alla starf­semi fyrirtækisins heldur ein­beita sér að innri verk­efnum, við­halds­málum, við­skipta­þróunar­málum, staf­rænni þróun og markaðs­málum.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …