Mælast til að Svíar fljúgi ekki til útlanda

Nú í kvöld gaf sænska utanríkisráðuneytið út þau tilmæli að Svíar héldu sig heima næstu fjórar vikur.

Frá Stokkhólmi. Mynd: Henrik Trygg / Visit Stockholm

Utan­rík­is­ráðu­neyti Svíþjóðar mælist til þess að Svíar ferðist ekki til útlanda frá deginum í dag og fram til 14. apríl. Þetta kemur fram í tilkynn­ingu sem send var út nú í kvöld. Stefan Löfven, forsæt­is­ráð­herra Svíþjóðar, segir þetta nauð­syn­legt til að reyna að hefta útbreiðslu kóróna­veirunnar. Hann bætti því við að framundan væru erfiðir tímar en Svíar myndu komast í gegnum þetta tímabil.

Stuttu eftir að ákvörðun stjórn­valda var birt þá felldu sænskar ferða­skrif­stofur niður allar ferðir sínar frá landinu. Ennþá liggur ekki fyrir hver viðbrögð flug­fé­lag­anna SAS og Norwegian verða en þau tvö eru mjög umsvifa­mikil í alþjóða­flugi frá Svíþjóð.

Icelandair flýgur daglega til Arlanda flug­vallar í Stokk­hólmi.