Mælast til að Svíar fljúgi ekki til útlanda

Nú í kvöld gaf sænska utanríkisráðuneytið út þau tilmæli að Svíar héldu sig heima næstu fjórar vikur.

Frá Stokkhólmi. Mynd: Henrik Trygg / Visit Stockholm

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar mælist til þess að Svíar ferðist ekki til útlanda frá deginum í dag og fram til 14. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út nú í kvöld. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir þetta nauðsynlegt til að reyna að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Hann bætti því við að framundan væru erfiðir tímar en Svíar myndu komast í gegnum þetta tímabil.

Stuttu eftir að ákvörðun stjórnvalda var birt þá felldu sænskar ferðaskrifstofur niður allar ferðir sínar frá landinu. Ennþá liggur ekki fyrir hver viðbrögð flugfélaganna SAS og Norwegian verða en þau tvö eru mjög umsvifamikil í alþjóðaflugi frá Svíþjóð.

Icelandair flýgur daglega til Arlanda flugvallar í Stokkhólmi.