Samfélagsmiðlar

Miklu svartsýnni spá um stöðu flugfélaga

Alþjóðasamtök flugfélaga hafa uppfært fyrri spá sína um áhrif útbreiðslu kórónaveirunnar á fluggeirann. Nú eru horfurnar miklu verri en þær voru fyrir þremur vikum síðan.

Flugvélar við Gatwick flugvöll í London.

Landamæri hafa lokast og ferðafrelsi almennt miklu takmarkaðra en dæmi eru um á friðartímum. Það eru því sárafáir á ferðinni og flugfélög fella niður flestar ferðir og senda starfsmenn sína heim. Óvissan sem nú ríkir verður svo til þess að bókanir á ferðalögum fram í tímann eru litlar sem engar samkvæmt því sem fram hefur komið í viðtölum við forsvarsfólk flugfélaga og ferðaskrifstofa.

Staðan í flugrekstri í dag er því miklu þyngri en hún var í byrjun mánaðar að mati sérfræðinga IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga. Nú gera þeir ráð fyrir að tekur af farþegaflugi á heimsvísu gætu fallið um 44 prósent í ár í samanburði við 2019. Það jafngildir um 252 milljörðum dollara.

Þetta er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en IATA hafði reiknað með í greiningu sem samtökin gáfu út þann 5. mars síðastliðinn. Nýja spáin byggir á þeirri forsendu að núverandi ferðatakmörkunum verði fyrst aflétt almennilega eftir þrjá mánuði. Í framhaldinu taki svo við tímabil þar sem eftirspurn eftir flugi verður mun minni en í fyrra, m.a. vegna fyrirséðar efnahagslægðar. Allt þetta gæti orðið til þess að eftirspurn eftir farþegaflugi lækki í heiminum 38 prósent í ár. Mest þó í Evrópu eða um 46 prósent.

Í tilkynningu frá IATA segir að án opinberrar aðstoðar við fluggeirann þá muni hann í raun hverfa. Er þar sérstaklega kallað eftir stuðningi sem styrki lausafjárstöðu flugfélaga sem nemur um 200 milljörðum dollara eða sem nemur um áttatíu prósent af tekjutapinu.

Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri IATA, hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og bendir á að nú þegar hafi nokkrar ríkisstjórnir stutt við flugfélög sinna ríkja.

Í því samhengi má nefna að ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna hafa allar boðið flugfélögum aðstoð í formi lánaábyrgða. Í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð er staðan reyndar önnur en hér á landi. Finnska ríkið á meirihluta í Finnair og Danir og Svíar fara með þrjátíu prósent hlut í SAS. Ríkisstjórn Íslands hefur ekki boðað séraðgerðir fyrir íslenskan fluggeira, hvorki Icelandair né önnur flugfélög. Norska ríkisstjórnin sem ekki á lengur hlut í SAS hefur aftur á móti boðið Norwegian, SAS og fleiri flugrekendum lánaábyrgðir.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …