Norð­ur­löndin sameinist um rekstur flug­fé­laga

Það er tilgangslaust fyrir norræn stjórnvöld að setja fé í flugfélög sem eru nú þegar á fallandi fæti. Í staðinn ætti að styrkja rekstur norrænu flugfélaganna með því að setja þau undir eitt móðurfélag.

Keflavíkurflugvöllur gæti orðið miðstöð fyrir Ameríkuflug norrænar flugvélasamsteypu að mati fyrrum framkvæmdastjóra SAS. Mynd: Isavia

Stærstu fyrir­tækin í evrópskum flugrekstri eru þrjár ólíkar samsteypur. Sú stærsta er Luft­hansa Group sem rekur samnefnt flug­félag í Þýskalandi auk stærstu flug­fé­lögin í Sviss, Aust­ur­ríki og Belgíu. Innan IAG er British Airways, hið írska Aer Lingus og svo Iberia og Vueling á Spáni. Þriðja risa­fyr­ir­tækið er AirFrance/KLM sem á þessi tvö stærstu flug­félög Frakk­lands og Hollands auk lággjalda­flug­fé­lagið Transavia. Til þessara þriggja samsteypa ættu ráða­menn á Norð­ur­lönd­unum að horfa núna þegar þeir standa frammi fyrir því að setja tugi og jafnvel hundruði millj­arða króna í flug­félög land­anna.

Þetta er mat Norð­mannsins Eivind Roald, fyrrum fram­kvæmda­stjóra hjá SAS, sem fer yfir þessa hugmynd sína í pistli í norska viðskipta­blaðinu Dagens Næringsliv í dag. Tillaga Roald gengur í raun út á það að danska og sænska ríkið setji sína eign­ar­hluti í SAS inn í nýtt móður­félag og finnska ríkið leggi meiri­hluta­eign sína í Finnair þar inn líka. Norska ríkið skali Norwegian niður því enginn hafi, að mati Roald, áhuga á að taka yfir skuldasúpuna sem það félag situr í. Norwegian yrði svo í fram­haldinu gert að lággjalda­flug­fé­lagi sem myndi eingöngu sinna flugi innan Evrópu.

Hlut­verk Icelandair í þessu nýja félagi er umtals­vert. Burtséð frá eign­ar­haldi á íslenska félaginu í dag þá leggur Roald til að Icelandair verði hluti af samsteyp­unni og haldi áfram ferðum til Norður-Ameríku. Hin félögin, þ.e. Finnair og SAS, hafi þá valkost um að fljúga sínum farþegum vestur um haf sjálf eða nýta sér teng­ing­arnar frá Íslandi.

Tillaga Roald er sú að norræn stjórn­völd færu með 51 prósent í nýja móður­fé­laginu og einka­fjár­festar með afganginn. Hugmynda­smið­urinn tekur fram að auðvitað vakni hundruðir spurn­inga við svona fyrir­komulag og það yrði flókið að koma þessu á. Engu að síður væri betra að ráðast í það verk­efni en að skjóta stoðum undir flug­fé­lögin fjögur eins og staðan er í dag.