Samfélagsmiðlar

Ósátt við tregðu flugfélaga til að endurgreiða

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist ekki fá skýr svör um hvenær flugfélög ætli að borga tilbaka ferðir sem felldar hafa verið niður. Hún kallar eftir því að dótturfélög Icelandair Group verði skilin frá samsteypunni ef ríkið grípur til séraðgerða til að styðja við flugreksturinn.

„Það yrði galið að ríkisstuðningur við Icelandair yrði nýttur til að styrkja dótturfélög flugfélagsins í samkeppni við fyrirtæki eins og okkar," segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Nú þegar landamærum hefur víða verið lokað og yfirvöld beina þeim tilmælum til fólks að halda sig heima þá þurfa flugfélög og ferðaskrifstofur að endurgreiða viðskiptavinum sínum þær ferðir sem felldar eru niður vegna ástandsins. Jafnvel þó aðstæður séu óviðráðanlegar. Regluverkið varðandi endurgreiðslu á hefðbundnum pakkaferðum er sérstaklega skýrt og ber ferðaskrifstofum að endurgreiða ferðir innan tveggja vikna líkt og Neytendastofa og stjórnarráðið ítrekuðu í síðustu viku.

Flugfélög hafa aftur á móti mörg hver reynt að komast hjá endurgreiðslum og undan því kvarta neytendur og ferðaskrifstofur víða um heim. „Það gengur ekki að flugfélög fái að hunsa reglur um endurgreiðslur og bera þá fyrir sig óvenjulegar aðstæður á sama tíma og ferðaskrifstofur hafa aðeins fjórtán daga til að borga kúnnanum tilbaka,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, aðspurð um stöðu þessara mála hér á landi.

Hún segist sérstaklega ósátt við að Icelandair hafi til að byrja með aðeins boðið inneignarbréf og ætlast til að hver og einn viðskiptavinur myndi ganga sjálfur frá breytingum á farmiðum inn á heimasíðu flugfélagins. Þrátt fyrir að viðskiptin hafi verið milli flugfélagsins og ferðaskrifstofanna. Hún segir að forsvarsfólk Icelandair hafi látið af þessari kröfu á föstudag síðasta en ennþá engu svarað um hvenær von sé á endurgreiðslum. „Við eigum að endurgreiða kúnnanum og þurfum því upplýsingar um hvenær við eigum von á endugreiðslunni frá Icelandair,“ segir Þórunn og er greinilega mjög ósátt við stöðu mála.

Hún bendir jafnframt á að Icelandair eigi í mikilli beinni samkeppni við íslenskar ferðaskrifstofur í gegnum eignarhlut sinni í Iceland Travel og Vita. Sú fyrri er mjög stórtæk í skipulagningu Íslandsferða fyrir útlendinga og sú síðarnefnda er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins í sölu á utanlandsferðum.

„Ef það kemur til þess að íslenska ríkið muni styðja við Icelandair með séraðgerðum þá verður samdægurs að skilja flugreksturinn frá þessum ferðaskrifstofum og setja Icelandair miklar skorður í sölu á pakkaferðum. Það yrði galið að ríkisstuðningur við Icelandair yrði nýttur til að styrkja dótturfélög flugfélagsins í samkeppni við fyrirtæki eins og okkar. Sérstaklega núna þegar Icelandair situr orðið á svona stórum hluta af markaðnum og alveg óvíst með hversu mikið framboð verður á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli næstu misseri,“ segir Þórunn.

Hún bætir því við að tengslin milli Icelandair og Vita séu það mikil að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, situr sem stjórnarformaður Vita og að Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, eigi líka sæti í stjórninni.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru þá hefur atvinnuvegaráðuneytið og Neytendastofa beint þeim tilmælum til neytenda að taka frekar við inneignarbréfum frá ferðaskrifstofum í stað þess að krefjast endurgreiðslu. Þórunn segist þó heldur hafa kosið að fá að halda eftir smá þóknun vegna þeirrar vinnu sem hafi verið innt af hendi bæði við sölu á ferðunum og úrvinnslu við endurgreiðslur. Einnig hefði mátt veita lengri tími til að greiða söluverðið til baka líkt og flugfélögin hafi reyndar upp á sitt einsdæmi ákveðið að gera.

Úrval-Útsýn er ein af þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins þegar kemur að sölu utanlandsferða. Hinar eru Heimsferðir sem Arion banki á og svo Vita sem tilheyrir Icelandair Group. Aðspurð um hvernig Úrval-Útsýn standi að vígi í samanburði við keppinautanna þá segir Þórunn að staðan sé ágæt. „Það er engu að síður ekkert eðlilegt við það að flugfélag og banki séu að reka hér ferðaskrifstofur. Við sitjum því ekki við sama borð og þessi fyrirtæki, það er nokkuð ljóst.“


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …