Reikna með 30 prósent samdrætti á hótelum og gisti­stöðum

Ríkið afsalar sér 300 króna tekjum af útleigu á hverju gistirými út næsta ári. Útreikningar stjórnarráðsins gera ráð fyrir að sú aðgerð kosti hið opinbera 1,6 milljarð króna.

Eitt af herbergjum Icelandair hótelanna Mynd: Icelandair hótelin

Ein þeirra þriggja aðgerða sem ríkis­stjórnin kynnti um helgina og snýr sérstak­lega að ferða­þjón­ust­unni er afnám gistinátta­skatts út næsta ár. Í glærukynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins er þessi aðgerð metin á 1,6 milljarð króna. Það jafn­gildir 76 millj­ónum á mánuði frá apríl í ár og til loka 2021.

Til saman­burðar hafa fjárlög síðustu þriggja ára miðað við að gistinátta­skatt­urinn skili á bilinu 1,3 til 1,4 millj­arði króna á ári eða um 110 millj­ónum á mánuði. Þar með má segja að sérfræð­ingar stjórn­ar­ráðsins meta það þannig að sala á gist­i­rýmum hér á landi dragist samtals saman um þrjátíu prósent á þessu tuttugu og eins mánaða tíma­bili.

Miðað við stöðuna í dag þá má ljóst vera að gistinátta­gjald hefði varla skilað ríkis­sjóði neinu næstu vikur. Og komandi sumar verður senni­lega ekki upp á marga fiska eins og Þórdís Kolbrún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ráðherra ferða­mála, komst að orði nú um helgina í viðtali við Morg­un­blaðið.

Þessa fimm mánuði, apríl til ágúst, eru gist­inæt­urnar vana­lega nokkru fleiri en hina sjö mánuði ársins samtals. Það má því segja að gang­urinn þurfi að vera góður frá hausti og út næsta ár svo full­yrða megi að framlag ríkisins, með tíma­bund­inni niður­fell­ingu gistinátta­gjalds, verði 1,6 millj­arður króna.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virki­lega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómet­an­legt ef þú myndir leggja útgáf­unni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýs­ingar.