Samfélagsmiðlar

Segir ferðaþjónustuna vera krísubransa

Pétur Óskarsson hefur langa reynslu af skipulagningu Íslandsferða fyrir Þjóðverja. Hann segir ákvörðunina um að slá af ITB ferðakaupstefnuna í Berlín í vikunni ekki hafa komið á óvart en gert var ráð fyrir 160 þúsund gestum.

Í byrjun mars hvert ár streymir fagfólk í ferðaþjónustu í tugþúsunda tali til höfuðborgar Þýskalands í tilefni af ITB ferðakaupstefnunni. Til stóð að opna sýningu ársins nú á þriðjudag en fyrir helgi var tekin ákvörðun um að hætta við vegna mögulegrar útbreiðslu kórónaveirunnar.

Fulltrúar um þrjátíu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja höfðu boðað komu sína til Berlínar í vikunni og einn þeirra er Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator. Hann er jafnframt einn af eigendum Katla Travel sem hefur lengi verið umsvifamikil í skipulagningu Íslandsferða frá þýskumælandi löndum.

„Þessi ákvörðun kom ekki beint á óvart. Síðasta sólahringinn áður en hún var tekin bárust okkur skeyti frá hverju fyrirtækinu á fætur öðru sem sögðust ætla að sýna ábyrgð í málinu og mæta ekki á ITB. Sýningin var því byrjuð að molna innan frá og hefði ekki orðið svipur hjá sjón þó svo að ákvörðun hefði verið tekið um að halda hana,“ segir Pétur.

Aðspurður hvaða áhrif það hafi fyrir íslenska ferðaþjónustufyrirtæki að ITB fari ekki fram í ár þá bendir Pétur á að tilgangur ferðakaupstefnunnar sé aðallega tvenns konar. Annars vegar að hitta núverandi samtarfsaðila og hins vegar nýja aðila, til dæmis fyrirtæki sem hafi óskað eftir fundum.

„Við hjá Katla DMI og Viator sumarhús munum fara út í næstu viku og heimsækja þá sem við getum en það eru líka fyrirtæki sem eru með heimsóknarbann og vilja ekki taka á móti gestum næstu daga. Eitthvað af samtölum mun því breytast í símtöl eða Skypefundi. Óvæntu fundirnir og allt óformlega spjallið við vini og kollega í bransanum munu falla niður þetta árið. Það er ekki gott en ferðaþjónustan er krísubransi. Þetta árið er krísan aðeins stærri en flest síðustu ár en ég man ekki eftir öðru en einhverskonar krísu í okkar bransa. Við erum oftast bjartsýn og glöð í ferðaþjónustunni, það er vegna þess að við höfum sjaldnast hugmynd um hvaða krísa er næst á leiðinni.“

Pétur segist persónulega ekki vera sáttur við ákvörðunina um að flauta ITB af í ár. „Stór hluti af krísunni sem við erum í vegna útbreiðslu COVID-19 er fjölmiðlasirkusinn um málið. Í byrjun vikunnar tjáði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskaland, sig gegn því að sýningin yrði haldin og skömmu seinna andmælti Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, honum og vildi ekki hætta við. Almenningur og fjölmiðlar gripu boltann og sú skoðun var ofaná að verið væri að spila með almannaheill með því að halda sýninguna. Við sitjum uppi með það að enginn stjórnmálamaður hafði hreðjar til að segja „the show must go on“, ákvörðun sem gæti hugsanlega verið notuð gegn honum síðar,“ bætir Pétur við.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …