Samfélagsmiðlar

Segir ferðaþjónustuna vera krísubransa

Pétur Óskarsson hefur langa reynslu af skipulagningu Íslandsferða fyrir Þjóðverja. Hann segir ákvörðunina um að slá af ITB ferðakaupstefnuna í Berlín í vikunni ekki hafa komið á óvart en gert var ráð fyrir 160 þúsund gestum.

Í byrjun mars hvert ár streymir fagfólk í ferðaþjónustu í tugþúsunda tali til höfuðborgar Þýskalands í tilefni af ITB ferðakaupstefnunni. Til stóð að opna sýningu ársins nú á þriðjudag en fyrir helgi var tekin ákvörðun um að hætta við vegna mögulegrar útbreiðslu kórónaveirunnar.

Fulltrúar um þrjátíu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja höfðu boðað komu sína til Berlínar í vikunni og einn þeirra er Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator. Hann er jafnframt einn af eigendum Katla Travel sem hefur lengi verið umsvifamikil í skipulagningu Íslandsferða frá þýskumælandi löndum.

„Þessi ákvörðun kom ekki beint á óvart. Síðasta sólahringinn áður en hún var tekin bárust okkur skeyti frá hverju fyrirtækinu á fætur öðru sem sögðust ætla að sýna ábyrgð í málinu og mæta ekki á ITB. Sýningin var því byrjuð að molna innan frá og hefði ekki orðið svipur hjá sjón þó svo að ákvörðun hefði verið tekið um að halda hana,“ segir Pétur.

Aðspurður hvaða áhrif það hafi fyrir íslenska ferðaþjónustufyrirtæki að ITB fari ekki fram í ár þá bendir Pétur á að tilgangur ferðakaupstefnunnar sé aðallega tvenns konar. Annars vegar að hitta núverandi samtarfsaðila og hins vegar nýja aðila, til dæmis fyrirtæki sem hafi óskað eftir fundum.

„Við hjá Katla DMI og Viator sumarhús munum fara út í næstu viku og heimsækja þá sem við getum en það eru líka fyrirtæki sem eru með heimsóknarbann og vilja ekki taka á móti gestum næstu daga. Eitthvað af samtölum mun því breytast í símtöl eða Skypefundi. Óvæntu fundirnir og allt óformlega spjallið við vini og kollega í bransanum munu falla niður þetta árið. Það er ekki gott en ferðaþjónustan er krísubransi. Þetta árið er krísan aðeins stærri en flest síðustu ár en ég man ekki eftir öðru en einhverskonar krísu í okkar bransa. Við erum oftast bjartsýn og glöð í ferðaþjónustunni, það er vegna þess að við höfum sjaldnast hugmynd um hvaða krísa er næst á leiðinni.“

Pétur segist persónulega ekki vera sáttur við ákvörðunina um að flauta ITB af í ár. „Stór hluti af krísunni sem við erum í vegna útbreiðslu COVID-19 er fjölmiðlasirkusinn um málið. Í byrjun vikunnar tjáði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskaland, sig gegn því að sýningin yrði haldin og skömmu seinna andmælti Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, honum og vildi ekki hætta við. Almenningur og fjölmiðlar gripu boltann og sú skoðun var ofaná að verið væri að spila með almannaheill með því að halda sýninguna. Við sitjum uppi með það að enginn stjórnmálamaður hafði hreðjar til að segja „the show must go on“, ákvörðun sem gæti hugsanlega verið notuð gegn honum síðar,“ bætir Pétur við.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …