Samfélagsmiðlar

Sérstaða Icelandair ef norska ríkið bjargar Norwegian

Finnskir, sænskir og danskir ráðamenn fara fyrir stórum hlutum í Finnair og SAS. Nú gæti norska ríkið á ný eignast hlutabréf í flugfélagi og þar með yrði Icelandair eina norræna millilandaflugfélagið sem er alfarið í einkaeigu.

Þotur SAS og Norwegian á Kaupmannahafnarflugvelli.

Óvissan um framtíð Norwegian er mikil þessa dagana og umræðan í Noregi minnir um margt á spennuna hér á landi fyrir ári síðan þegar WOW air var á leið í þrot. Líkindin með félögunum tveimur eru líka töluverð þó Norwegian sé vissulega margfalt umsvifameira en WOW air var.

Annar stór munur á félögunum tveimur er sá að það norska er skráð á hlutabréfamarkað. Stjórnendur þess þurfa því að veita reglulegar upplýsingar um reksturinn. Gríðarlegar skuldir eru því ekkert leyndarmál og nú þegar tekjurnar eru í lágmarki, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, þá hefur vandi Norwegian margfaldast. Í lok síðustu helgi biðlaði því Jacob Schram, forstjóri flugfélagsins, til norskra stjórnvalda um aðstoð við að bæta lausafjárstöðu félagsins.

Þegar þarna var komið við sögu hafði gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um áttatíu prósent frá því að krísan vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hófst fyrir alvöru. Eftir þetta neyðarkall forstjórans lækkaði gengi bréfanna ennþá meira. Í morgun rauk það hins vegar upp í kjölfar frétta um að norsk stjórnvöld væru að skoða hvernig þau gætu komið félaginu til bjargar.

Sú von dofnaði þó um hádegisbilið í dag þegar varaformaður viðskiptanefndar norska Stórþingsins sagði það ekki áhugavert að kaupa gríðarlega skuldsett fyrirtæki sem spákaupmenn halda uppi verðinu á. Í framhaldinu fór gengi hlutabréfanna að dala á ný.

Norskir ráðamenn hafa samt ekki ennþá gefið það endanlega frá sér að koma Norwegian til bjargar. Og þá jafnvel með því að koma inn með nýtt hlutafé en norska ríkið hefur áratuga reynslu af flugrekstri í gegnum eignarhald sitt á SAS. Norska ríkið seldi aftur á móti tíu prósent hlut sinn í því félagi fyrir tæpum tveimur árum síðan og voru bréfin seld þegar gengi SAS var tvöfalt hærra en það er í dag.

Á næstu dögum kemur svo í ljós hvort norska ríkið eignast á ný stóran hlut í flugfélagi og haldi Norwegian í loftinu lengur. En það sænska og danska eiga ennþá sín hlutabréf í SAS og ráðherrar í þessum tveimur löndum hafa tekið jákvætt í að efla það félag í núverandi krísu. Þá jafnvel með auknu hlutafé en sænski ríkissjóðurinn á í dag 14,82 prósent í SAS og danski 14,24 prósent.

Svíarnir hafa reyndar lengi viljað selja en það vilja Danirnir alls ekki. Þá er bent á hversu mikilvægt fyrirtækið er Dönum og að Kaupmannahafnarflugvöllur sé, þegar allt er tekið saman, stærsti vinnustaður Danmerkur.

Í farþegum talið eru SAS og Norwegian álíka stór félög og gert var ráð fyrir um 30 milljónum farþega hjá hvoru félagi fyrir sig í ár. Þriðja stærsta flugfélag Norðurlanda er svo Finnair sem flutti um 15 milljónir farþega í fyrra. Þar á bæ fer finnska forsætisráðuneytið með 55,81 prósent hlut og ríkisstjórn Finnlands gaf það út í gær að hún myndi styðja flugfélagið í gegnum þessa „óvenjulegu tíma“.

Sem fyrr segir þá er ennþá ekki ljóst hvort og þá hvernig norska ríkið mun svara neyðarkalli forstjóra Norwegian. Á þessari stundu er ekki útilokað að það verði með kaupum á hlutafé og þar með verða SAS, Finnair og Norwegian öll að miklu leyti í eigu frændþjóðanna. Icelandair yrði þá það eina sem áfram yrði í eigu einkaaðila en lífeyrissjóðir fara reyndar með stærstan hlut í félaginu.

Hvort þeir og aðrir eigendur þurfi að leggja félaginu til meira fé á næstunni ræðst kannski af því hversu myndarlega ríkið ætlar að koma að stuðningi við atvinnulífið vegna kreppunnar sem kórónaveiran hefur valdið. Það eru aftur á móti vísbendingar um að stærsti hluthafi Icelandair, bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital, sé ekki aflögufær nú um mundir.


Kæri lesandi, ef þú vilt styðja við útgáfu Túrista þá smellir þú hér

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …