Samfélagsmiðlar

Sérstaða Icelandair ef norska ríkið bjargar Norwegian

Finnskir, sænskir og danskir ráðamenn fara fyrir stórum hlutum í Finnair og SAS. Nú gæti norska ríkið á ný eignast hlutabréf í flugfélagi og þar með yrði Icelandair eina norræna millilandaflugfélagið sem er alfarið í einkaeigu.

Þotur SAS og Norwegian á Kaupmannahafnarflugvelli.

Óvissan um framtíð Norwegian er mikil þessa dagana og umræðan í Noregi minnir um margt á spennuna hér á landi fyrir ári síðan þegar WOW air var á leið í þrot. Líkindin með félögunum tveimur eru líka töluverð þó Norwegian sé vissulega margfalt umsvifameira en WOW air var.

Annar stór munur á félögunum tveimur er sá að það norska er skráð á hlutabréfamarkað. Stjórnendur þess þurfa því að veita reglulegar upplýsingar um reksturinn. Gríðarlegar skuldir eru því ekkert leyndarmál og nú þegar tekjurnar eru í lágmarki, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, þá hefur vandi Norwegian margfaldast. Í lok síðustu helgi biðlaði því Jacob Schram, forstjóri flugfélagsins, til norskra stjórnvalda um aðstoð við að bæta lausafjárstöðu félagsins.

Þegar þarna var komið við sögu hafði gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um áttatíu prósent frá því að krísan vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hófst fyrir alvöru. Eftir þetta neyðarkall forstjórans lækkaði gengi bréfanna ennþá meira. Í morgun rauk það hins vegar upp í kjölfar frétta um að norsk stjórnvöld væru að skoða hvernig þau gætu komið félaginu til bjargar.

Sú von dofnaði þó um hádegisbilið í dag þegar varaformaður viðskiptanefndar norska Stórþingsins sagði það ekki áhugavert að kaupa gríðarlega skuldsett fyrirtæki sem spákaupmenn halda uppi verðinu á. Í framhaldinu fór gengi hlutabréfanna að dala á ný.

Norskir ráðamenn hafa samt ekki ennþá gefið það endanlega frá sér að koma Norwegian til bjargar. Og þá jafnvel með því að koma inn með nýtt hlutafé en norska ríkið hefur áratuga reynslu af flugrekstri í gegnum eignarhald sitt á SAS. Norska ríkið seldi aftur á móti tíu prósent hlut sinn í því félagi fyrir tæpum tveimur árum síðan og voru bréfin seld þegar gengi SAS var tvöfalt hærra en það er í dag.

Á næstu dögum kemur svo í ljós hvort norska ríkið eignast á ný stóran hlut í flugfélagi og haldi Norwegian í loftinu lengur. En það sænska og danska eiga ennþá sín hlutabréf í SAS og ráðherrar í þessum tveimur löndum hafa tekið jákvætt í að efla það félag í núverandi krísu. Þá jafnvel með auknu hlutafé en sænski ríkissjóðurinn á í dag 14,82 prósent í SAS og danski 14,24 prósent.

Svíarnir hafa reyndar lengi viljað selja en það vilja Danirnir alls ekki. Þá er bent á hversu mikilvægt fyrirtækið er Dönum og að Kaupmannahafnarflugvöllur sé, þegar allt er tekið saman, stærsti vinnustaður Danmerkur.

Í farþegum talið eru SAS og Norwegian álíka stór félög og gert var ráð fyrir um 30 milljónum farþega hjá hvoru félagi fyrir sig í ár. Þriðja stærsta flugfélag Norðurlanda er svo Finnair sem flutti um 15 milljónir farþega í fyrra. Þar á bæ fer finnska forsætisráðuneytið með 55,81 prósent hlut og ríkisstjórn Finnlands gaf það út í gær að hún myndi styðja flugfélagið í gegnum þessa „óvenjulegu tíma“.

Sem fyrr segir þá er ennþá ekki ljóst hvort og þá hvernig norska ríkið mun svara neyðarkalli forstjóra Norwegian. Á þessari stundu er ekki útilokað að það verði með kaupum á hlutafé og þar með verða SAS, Finnair og Norwegian öll að miklu leyti í eigu frændþjóðanna. Icelandair yrði þá það eina sem áfram yrði í eigu einkaaðila en lífeyrissjóðir fara reyndar með stærstan hlut í félaginu.

Hvort þeir og aðrir eigendur þurfi að leggja félaginu til meira fé á næstunni ræðst kannski af því hversu myndarlega ríkið ætlar að koma að stuðningi við atvinnulífið vegna kreppunnar sem kórónaveiran hefur valdið. Það eru aftur á móti vísbendingar um að stærsti hluthafi Icelandair, bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital, sé ekki aflögufær nú um mundir.


Kæri lesandi, ef þú vilt styðja við útgáfu Túrista þá smellir þú hér

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …