Samfélagsmiðlar

Tillögur vinnuhóps um viðbyggingu flugstöðvarinnar væntanlegar

Framkvæmdir við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum eiga að hefjast fljótlega í takt við sérstakt flýtiátak ríkisstjórnarinnar. Samgönguráðherra segir flugvelli einn af lykilþáttum þess átaks.

Frá Akureyrarflugvelli.

Stækkun á flughlaði og flugstöð á Akureyri auk akbrautar á Egilsstaðaflugvelli eru meðal verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að hefjist strax. Þessi verk eru öll hluti af sérstöku fimmtán milljarða króna flýtifjárfestingarátaki sem kynnt var í Hörpu um síðustu helgi. Í frétt á vef Samgönguráðuneytisins segir að af þeim tuttugu milljörðum króna sem settir verði í átakið þá nemi fjárfestingar í samgönguframkvæmdum sex milljörðum.

Þar af er áformað að verja milli 500 til 600 milljónum til undirbúnings verkefna á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Vinnuhópur um flugstöðina á Akureyri mun skila tillögum um útfærslu og forhönnun viðbyggingarinnar í næstu viku. Í framhaldinu er ætlunin að  hönnun flugstöðvarinnar fari strax í gang sem og annar undirbúningur samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.

„Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Verkefnin eru arðbær. Þeim er hægt að flýta og þau skapa fjölbreytt störf með skömmum fyrirvara. Notum því tímann vel og höldum áfram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í frétt á vef ráðuneytisins.

Þar segir jafnframt að í nýrri flugstefnu, sem kynnt er í samgönguáætlun, sé horft til lengri tíma og áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og hliðum inn til landsins verði fjölgað til að efla ferðaþjónustu. „Hjá ríkisstjórninni er annað átak í undirbúningi sem tekur við á árunum 2021 til 2023 og mun flýting þessara framkvæmda sem og annarra samgönguframkvæmda birtast þar,“ segir ráðherra.

Tilgangurinn með viðbyggingu við flugstöðina á Akureyri er að styðja við ferðaþjónustuna á Norðurlandi og stækkun á flughlaði fyrir norðan muni auka öryggi flugvallarins samkvæmt því sem segir í frétt ráðuneytisins. „Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðarflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Að framkvæmdum loknum verður hægt að taka á móti taka á móti um tuttugu stærri flugvélum lokist Keflavíkurflugvöllur. Auk þess skapar framkvæmdin atvinnu á svæðinu á meðan hún stendur yfir.“


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …