Úlfar áfram stjórnarformaður

Ný stjórn Icelandair Group var kjörin á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag.

Mynd: Icelandair

Það var sjálfkjörið í fimm manna stjórn Icelandair Group á aðalfundi samsteypunnar sem fram fór á föstudag. Nýir stjórnarmenn eru þau John F. Thomas og Nina Jonsson sem leysa af hólmi Ómar Benediktsson og Heiðrúnu Jónsdóttur sem ekki voru í framboði að þessu sinni. Úlfar Steindórsson, Svafa Grönfeldt og Guðmundur Hafsteinsson sitja áfram.

Ný stjórn hefur skipt með sér verkum samkvæmt kauphallartilkynningu og verður Svafa varaformaður í stað Ómars. Úlfar heldur sæti stjórnarformanns en hann tók við því árið 2017 þegar Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Icelandair, hætti. Úlfar hefur átt sæti í stjórn Icelandair frá árinu 2010.