Verri horfur fyrir ferða­þjón­ustu á heimsvísu

Greinendur gera nú ráð fyrir mun meiri samdrætti í ferðalögum en áður.

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau
Ferðamaður í Kaupmannahöfn beinir myndavélinni að óperhúsi Dana. Mynd: Morten Jerichau / Ferðamálaráð Kaupmannahafnar

Horf­urnar fyrir ferða­þjónstuna í heim­inum hafa versnað síðustu daga og nú gerir ný spá Tourism Economics ráð fyrir að minnsta kosti 10,5 prósent samdrætti í ferða­lögum fólks milli landa. Ástæðan er útbreiðsla kóróna­veirunnar og þau áhrif sem hún hefur haft á ferðalög.

Þessi spá er tölu­vert neikvæðari en sú sem Tourism Economics birti fyrir hálfum mánuði síðan. Þá gerðu grein­endur fyrir­tækins ráð fyrir 1,5 prósent færri erlendum ferða­mönnum á heimsvísu. Nú hefur kóróna­veiran aftur á móti dreift sér víðar og þar með gæti eftir­spurn eftir ferða­lögum fyrst orðið eðli­lega á ný í júlí samkvæmt reiknilíkönum bresku grein­end­anna.

Ef áhrifa veirunnar gætir ennþá lengur þá má aftur á móti búast við að samdrátt­urinn á heimsvísu, þegar horft er til fólks sem ferðast milli landa, gæti endað í 18 prósentum samkvæmt Tourism Economics.