Samfélagsmiðlar

Veruleg fækkun ferðamanna í kortunum

Það liggur fyrir að nýja kórónaveiran hefur gert út um fyrri spár um að fjöldi ferðamanna hér á landi standi í stað í ár.

Ferðamenn við Námaskarð.

Það komu rétt tæplega tvær milljónir ferðamanna til Íslands í fyrra eða rúmlega þrjú hundruð þúsund færri en metárið 2018. Og þrátt fyrir áframhaldandi kyrrsetningu Boeing MAX þotanna og aðeins minna sætisframboð þá gaf forstjóri Isavia það út um áramót að gera mætti ráð fyrir óbreyttum fjölda ferðamanna í ár.

Vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar er ljóst að sú spá er ekki lengur raunhæf. Óvissan sem nú ríkir gerir það í raun varla mögulegt að leggja almennilegt mat mögulegan fjölda ferðamanna hér á landi í ár. En ef horft er til nýrrar greiningar á vegum IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga, þá er þar að finna vísbendingar um þá niðursveiflu sem er í kortunum eins og staðan er í dag.

Í greiningu IATA er fækkun flugfarþega mismikil eftir löndum og heimsálfum, allt eftir því hversu útbreidd kórónaveiran er á viðkomandi svæði. Þegar þessar niðurstöður IATA eru heimfærðar upp á skiptingu ferðamanna á Íslandi efir þjóðernum þá er niðurstaðan sú að fjöldi ferðamanna fer að minnsta kosti niður í 1,8 milljón í ár. Það byggir á því að áhrif veirunnar verði skammvinn.

Ef ástandið varir í lengri tíma þá mætti gera ráð fyrir um 1,6 milljón erlendra ferðamanna. Það yrði um fimmtungi minna en í fyrra og nokkru undir því sem var árið 2016. Það má þó setja alls kyns fyrirvara við svona spár og forsendur gætu breyst til hins betra eða verra á næstu sólarhringum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem staðið er frammi fyrir mögulegum samdrætti í íslenskra ferðaþjónustu. Á sama tíma í fyrra var gjaldþrot WOW air yfirvofandi og þá var ljóst að fækkunin yrði veruleg eins og kom á daginn. Í því tilfelli var þó einfaldara að spá í spilin enda ekki um heimsfaraldur að ræða.

Í ljósi þess hve íslensk ferðaþjónusta vegur þungt í þjóðarbúinu þá myndi fimmtungi færri túristar í ár hafa töluverð áhrif. Þá hefði hópur ferðamanna líka dregist saman um 700 þúsund á tveimur árum. Það er þó nokkru minni en sú niðursveifla sem Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, teiknaði upp í úttekt Viðskiptablaðsins á sífellt veikari stöðu Icelandair og WOW air fyrir tveimur árum síðan. Þar velti hann því upp hvað myndi gerast ef fjöldi ferðamanna myndi fara úr 2,2 milljónum og niður í rúma milljón.

„Það verður að hafa það í huga að þó að ferðamönnum myndi fækka um helming og helmingssamdráttur yrði í flugi þá erum við enn þá með fleiri ferðamenn og meira flug en var árið 2014. Þá spyr maður sig, höfðum við það ekki bara ágætt 2014 og fannst okkur ekki nóg um 2014 þó að þetta yrði að sjálfsögðu mikið högg,“ sagði Konráð í Viðskiptablaðinu í mars 2018.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …